400 milljóna hagræðing á ári

6.Desember'14 | 09:57
samanburður_ferja_041214

Vinstra megin eru tölur fyrir nýja skipið.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var lagt fram minnisblað um stöðu mála er varðar nýsmíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Þar kemur fram með nýrri ferju sem búið er að forhanna sé hægt að ná fram 400 milljóna hagræðingu á ári. Á myndinni hér að ofan sést samanburður á stærðum núverandi skips og þess sem er í hönnun.

Í dag er staðan sú að rekstur Herjólfs tekur til sín um 971 milljón.  Sú ferja sem nú er verið að hanna mun hinsvegar kosta um 570 milljónir í rekstri.  Mestu ræður í þeim samanburði að dýpkunarkostnaður fyrir hið nýja skip er um 140 milljónum lægri, olíukostnaður um 134 milljónum lægri og áhafnakostnaður um 77 milljónum lægri, segir í minnisblaðinu.

 

Afgreiðsla bæjarstjórnar var eftirfarandi:

Fyrir bæjarráði lá minnisblað með samantekt um stöðu mála hvað nýsmíði Vestmannaeyjaferju varðar.  Þar er sérstaklega fjallað um væntanlega nýsmíði hvað varðar  flutningsgetu og hæfi til siglinga.  Þá er einnig greining á rekstrar- og lántökukostnaði annarsvegar núverandi Herjólfs og hinsvegar hinnar nýju Vestmannaeyjaferju.  Í minnisblaðinu kemur fram að forsenda þess að hin nýja ferja ráði við fyrirliggjandi flutningsþörf sé sú að hún geti gengið fleiri ferðir en núverandi ferja hefur getað vegna kostnaðar og óhagræðis við losun og lestun.  Gangi áætlanir eftir eykst dagleg flutningsgeta verulega eða um 71% hvað bíla varðar og 61% hvað farþega varðar.  Ganghraði ferjanna er sá sami og þjónusta á siglingum í Landeyjahöfn sambærileg.  Hin nýja ferja er einnig búinn til siglinga í Þorlákshöfn og eru í henni milli 30 og 40 kojur.

 

Sérstaka athygli vekur að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður hinnar nýju ferju sé um 400 milljónum lægri en á núverandi skipi.  Þá kemur einnig fram að áætlaður lántökukostnaður vegna hinnar nýju ferju –að því gefnu að hún verði að fullu fjármögnuð með lántöku- sé um 270 milljónir á ári.  Það merkir á hverju ári sem ríkið dregur að láta smíða nýtt skip brennir ríkið að óþörfu um 130 milljónum vegna þess hve óhagkvæmur í rekstri Herjóflur er.

 

Bæjarráð tekur undir þær forsendur sem fram koma í minnisblaðinu og lýsa áhyggjum sínum af því að en hafi ekki verið tryggð fjármögnun á þessu mikilvæga verkefni.  Sérstaklega tekur bæjarráð undir útlistun á þeim áhyggjum sem bæjarfulltrúar hafa ítrekað lýst yfir vegna þessa verkefnis.  Þá krefst bæjarráð þess að samtíma vanda í samgöngum við Vestmannaeyjar verði gefin betri gaumur.  Tíðar bilanir Herjólfs, reglulegar frátafir í siglingum í Landeyjahöfn, biðlistar og þjónustuskortur er meðal þess sem orðið er daglegt brauð.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.