Einsi Kaldi:

Ánægður með Eyjamenn

3.Desember'14 | 06:28

Einsi Kaldi hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hann er að kokka ofaní fólk frá morgni til miðnættis nánast alla daga ársins og nú eru jólahlaðborðin að fara af stað. Einsi gaf sér þó tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjar.net.

 

Hvernig kom sumarið úr hjá þér? Sumarið kom bara vel út hjá okkur, það sem skipti kannski mestu máli fyrir okkur er að samgöngurnar voru stöðugar og lítið um afbókanir. Það sem ég er ánægðastur með er hvað Eyjamenn eru duglegir að versla við mig bæði með veislur og svo eins er mikið um að Eyjamenn dragi gesti sína á veitingastaðinn.

 

Lengdist ferðamanna-tímabilið? Já það lengdist í báðar áttir og það er einnmitt það sem skiptir hvað mestu máli fyrir okkur.

 

Hvernig komu villibráðahlaðborin út hjá þér? Ekki nógu sáttur miðað við hvað við vorum búin að leggja mikla vinnu í það. Þetta er lítill markaður, en samt sem áður er ég óhræddur við að koma með nýjungar. Við erum duglegir  að skipta um matseðla og hefur það virkað vel.

 

Nú eru framundan jólahlaðborðin, eru þau ekki alltaf vinsæl meðal heimamanna? Jú alveg ótrúlega. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri og fjölbreytileikinn og gæðin í jólamatnum okkar er til fyrirmyndar og verðið sanngjarnt, ég held að fólk kunni að meta það.

 

Við bjóðum upp á jólahlaðborð í Höllinni 13.desember og 20.desember og er vel bókað á þau. Jóla-kvöldin á veitingastaðnum eru svo alla fimmtudaga-föstudaga-laugardaga fram að jólum ásamt því ættlum við að vera með Danska jóla-smörrebrodid vinsæla í hádeginu á föstudag-laugardag-sunnudag frá kl 12:00 til kl 16:00 og ekki má gleyma Þorláksmessu hjá okkur, en þá bjóðum við upp á skötu og saltfisk ásamt Danska jóla-smörre í hádeginu og svo verður kósý stemmning um kvöldið, það hefur slegið í gegn síðan að ég opnaði staðinn. Þá er tilvalið að koma við í miðjum jólainnkaupum og fá sér eitthvað létt í gogginn. Við verðum með létt tónlistaratriði sem ætti ekki að skemma fyrir.

Síðan ætlum við að vera með opið á milli jóla og nýárs og bjóða upp á létta rétti.

Ég vil bara þakka fyrir viðskiptin á árinu, elsku vinir og hafið það gott yfir hátíðina, sagði Einsi Kaldi að lokum, hress að vanda.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.