Síminn læstur næstu 44 árin

24.Nóvember'14 | 15:57

Það er víst óhætt að segja að það hafi reynst dýrkeypt að 20 mánaða stúlka náði í iPhone systur sinnar og gat leikið sér með hann í langan tíma áður en nokkur tók eftir því. Nú er síminn læstur og verður það næstu 44 árin nema lausn finnist.

Málið hófst með því að stúlka saknaði símans síns dag einn og fannst hann ekki fyrr en nokkrum dögum síðar í herbergi litlu systur. Þá var rafhlaðan tóm. Þegar búið var að hlaða símann og kveikt var á honum birtust skilaboð um að hann væri læstur og yrði það næstu 44 árin því reynt hefði verið að slá lykilorðið of oft inn.

Metro Express segir að móðirin telji að litla systirin hafi bara hamast á tökkunum og því sé síminn læstur næstu 44 árin. Móðirin hefur reynt að endursetja símann í iTunes en án árangurs en hugleiðir nú hvort hún eigi að snúa sér til Apple til að fá aðstoð.

Fyrir tveimur árum kom svipað mál upp í Noregi en þá læstist síminn bara í 42 ár. Eigandinn fékk þá að vita að best væri fyrir hann að kaupa sér nýjan síma!

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...