Vestmannaeyingar greiða hæsta útsvarið

11.Nóvember'14 | 18:31

Vestmannaeyjabær

Íbúar í Vestmannaeyjum borga að meðaltali hæsta útsvarið eða 548 þúsund krónur á hvern íbúa og má gera ráð fyrir því að það sé vegna þess að laun séu almennt frekar há í þessum útgerðarbæ. Þetta segir á vef Viðskiptablaðsins, vb.is.
 

Þar segir ennfremur:

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga mátti útsvar að hámarki vera 14,48% á síðasta ári. Alls voru 65 sveitarfélög með hámarks útsvar sem þýðir að níu sveitarfélög nýttu sér ekki hámarkið heldur voru með lægra útsvar. Lægst var útsvarið í Skorradalshreppi og Ásahreppi eða 12,44%. Á höfuðborgarsvæðinu var útsvarið lægst í Garðabæ og á Seltjarnarnesi eða 13,66%.

Í Skagabyggð nemur álagt útsvar að meðaltali 287 þúsund krónum á hvern íbúa og er ekkert sveitarfélag með lægra meðaltal. Skýringarinnar er ekki að leita í lágri útsvarsprósentu því hún er í botni í Skagabyggð. Skýringin er líklega sú að tekjur séu almennt lágar í sveitarfélaginu.

Um síðustu áramót var hámarkið hækkað í 14,52% og hefur meirihluti sveitarfélaga nýtt sér heimildina til að hækka útsvarið upp í þessa prósentutölu.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.