Skipulagsmál:

Deilur um glervegg

11.Nóvember'14 | 14:28
IMG_20141111_104452

Hér má sjá glervegginn

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hafa risið alvarlegar deilur milli íbúa í raðhúsi í Áshamri. Á fjórum fundum umhverfis- og skipulagsráðs hefur verið fjallað um málið og ætlum við að rekja það hér.

Þann 16 janúar var málið fyrst tekið fyrir í ráðinu. Þar segir í bókun ráðsins:

4. 201401031 - Áshamar 1C. Fyrirspurn til skipulagsráðs.

Eigendur íbúðar að Áshamri 1C óska eftir afstöðu ráðsins til bygginar svalalokunar á vesturhlið húsnæðis sbr. innsend gögn.

Afgreiðsla:

Ráðið lítur jákvætt á erindið og bendir bréfriturum á að ganga skal frá umsókn um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæði 39 gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1996.

 

Þann 28 júlí komst málið aftur á borð ráðsins þá með eftirfarandi bókun:

7. 201407071 - Áshamar 1a-d. Bréf til skipulagsráðs.

Tekið fyrir bréf húseigenda að Áshamri 1C.

Afgreiðsla:

Ráðið vill árétta við lóðarhafa Áshamri 1a-d að allar ákvarðanir sem lúta af breytingum skulu vera í samræmi við ákvæði laga um fjöleignarhús og byggingarreglugerð hvort sem um er að ræða garðveggi, sólpalla eða svalalokun. Garðveggir undir 1,8m á hæð og sólpallar eru ekki bundnir byggingarleyfi, en samkomulag milli eigenda verður að liggja fyrir og öll ákvörðunartaka skal vera í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaga.

Ráðið felur byggingarfulltrúa að senda bréf til allra húseigenda með leiðbeiningum um ákvörðunartöku og leyfis umsóknir.

 

 

Enn var fjallað um sama mál þann 1 september s.l. Þá var bókað:

12. 201407071 - Áshamar 1a-d. Bréf til skipulagsráðs.

Tekið fyrir bréf húseigenda að Áshamri 1C. dags. 19.8.2014.

Afgreiðsla:

Ráðið vill fyrst af öllu lýsa yfir áhyggjum sínum af stöðu mála í fjöleignarhúsi Áshamri 1a-d og minnir á að allar eignir sem falla undir Lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 skulu í öllu fara eftir ákvæðum lagana.

Varðandi spurningu um grenndarkynningu skv. ákvæðum Skipulagslaga nr. 123/2010. Þá er því að svara að grenndarkynning á aldrei við milli eigna í sama húsi. Heldur skal eins og bent hefur verið á fara eftir ákvæðum laga um fjöleignarhús. Lögin kveða skýrt á um fundarsköp og ákvörðunartöku.

Sameiginleg mál verða eigendur fjöleignarhúsa að ráða í félagi. Þess vegna eru húsfélög lögboðin. Ákvarðanir er varðar td. garðveggi, sólpalla eða svalaskýli skal því taka á húsfundum sbr. ákvæði laga nr.26/1994.

 

Og á síðasta fundi ráðsins var svo fjórða bókunin:

5. 201410075 - Áshamar 1c. Umsókn um byggingarleyfi

Tekið fyrir erindi frá eigendum íbúðar Áshamri 1C. Sótt er um byggingarleyfi fyrir að loka innskoti á vesturhlið með glervegg sbr. innsend gögn.

Afgreiðsla:

Umsækjendum er bent á bókun ráðsins frá 15.1.2014, þar sem tekin var fyrir fyrirspurn um glervegg á 198 fundi ráðsins.

Mál nr. 201401031 - 15.1.2014

"Ráðið lítur jákvætt á erindið og bendir bréfriturum á að ganga skal frá umsókn um byggingarleyfi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og ákvæði 39 gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1996."

 

Ráðið getur ekki því orðið við erindinu þar sem innsend gögn uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Á meðal forsenda þess að erindið fái afgreiðslu hjá ráðinu er að fyrir liggi afstaða húsfélagsinsins, þ.e. að niðurstaða húsfélagsfundar fylgi með umsókn um byggingarleyfi.

Ráðið hvetur íbúa í raðhúsi til að leita leiða við að finna farsæla niðurstöðu og bendir á að til eru einstaklingar og fyrirtæki sem sérhæfa sig í stjórnun og skipulagi húsfunda. Ráðið felur byggingarfulltrúa að senda bréf til allra húseigenda Áshamri 1a-d. er varðar réttindi og skyldur húsfélaga.

 

 

Af framangreindu má vera ljóst að málið er í hnút og umræddur veggur er kominn upp, þrátt fyrir að ekki liggi fyrir tilskilin leyfi.

 

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.