Glenn kominn í landsliðið

5.Nóvember'14 | 10:03

Jonathan Glenn, tólf marka maður með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar, var valinn í landslið Trínidad og Tóbagó sem tekur þátt í karabíska bikarnum sem fer fram í þessum mánuði.

Stephen Hart, þjálfari landsliðs Trínidad og Tóbagó, valdi 23 manna hóp og Jonathan Glenn einn af þremur hreinræktuðum framherjum liðsins en hinir eru Shahdon Winchester, sem spilar með FF Jaro í Finnlandi og Kenwyne Jones, liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City.

Jonathan Glenn er orðinn 27 ára gamall en hann var á sínu fyrsta ári á Íslandi. Hann skoraði þó megnið af mörkum sínum út í Eyjum og hann verður langt frá Hásteinsvelli þegar hann spilar fyrir landsliðið í fyrsta sinn.

Hart valdi Jonathan Glenn í fyrsta sinn í landsliðið eftir að séð myndbönd með honum raða inn mörkum með ÍBV í sumar og hjólhestaspyrna Glenn á heimavelli KR-inga var örugglega með í pakkanum.

Trínidad og Tóbagó er í riðli með Kúbu, frönsku Gvæjana og Curacao. Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitaleikinn en liðið í öðru sæti spilar um bronsið. Bæði liðin tryggja sér sæti í Gullbikarnum sem keppni þjóða í Norður- og Mið-Ameríku.

 

Vísir greindi frá.

 

Fylgdu Eyjar.net á Facebook og þú færð nýjstu fréttirnar beint í æð!

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.