Þrettándagleðin haldin 9. janúar

22.Október'14 | 07:15

Stefán Óskar Jónasson bæjarfulltrúi kvaddi sér hljóðs á síðasta bæjarstjórnarfundi til að ræða þrettándagleði ÍBV. Sagði hann frá því að gleðin yrði haldin 9. janúar n.k. Einnig kom hann inná beiðni ÍBV um aukinn styrk til hátíðarhaldana og vonaði hann að bæjarráð tæki vel í beiðnina.

Elliði sagði beiðni ÍBV snúast um að verðlagsþróun væri fylgt og taldi hann það sjálfsagt mál. Einnig kom Elliði inná flugelda-kostnað sem hann sagði háann. Flugeldar væru dýrir og velti hann því fyrir sér í ræðustól hvort hugmynd væri að sleppa sýningunni á gamlársdag og hafa hana á móti veglegri á þrettándanum.

Stefnt er á að halda hátíðina með svipuðu sniði og undanfarin ár, þar sem helgin öll er undirlögð í dagskrá.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.