Stórmarkaður í Miðstrætið?
19.Október'14 | 10:26Nú stendur yfir vinna við nýtt deiliskipulag fyrir miðbæ Vestmannaeyja og er auglýsing þess efnis komin inná vef Vestmannaeyjabæjar. Einnig var um þetta rætt á síðasta fundi bæjarstjórnar.
Í tillögunni segir undir liðnum ,,Áherslur við skipulagsgerðina":
"Koma fyrir byggingarreit utan um stórmarkað í Miðstræti. Áhersla lögð á byggingu er fellur vel að umhverfi sínu og afar vandaðan umhverfisfrágang og skilvirkt umferðarskipulag."
Á fundi bæjarstjórnar tjáði Stefán Óskar Jónasson, fulltrúi E-listans sig um málið. Hann segist hafa stoppað við þessa setningu í gögnum málsins og óttaðist hann að ekki væri pláss á þessum reit til byggingar stórmarkaðar. Þá spurði hann um hvort ekki hafi verið hugsað út í að töluvert þyrfti af bílastæðum við slíkt húsnæði?
Elliði Vignisson, bæjarstjóri sagðist deila áhuggjum sínum með Stefáni. Hann benti á að í dag væri nú þegar vöntun á bílastæðum á Miðstræti sem og á Herjólfsgötu. Hann tók það þó fram að hann væri langt í frá sérfræðingur í skipulagsmálum.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.