517 árekstrar á einum degi
16.Október'14 | 22:01Auglýsing sem sett var á þrjátíu sendiferðabíla í Moskvu í Rússlandi fyrir stuttu olli gríðarlegum usla í borginni. Á auglýsingunni var mynd af konu haldandi um ber brjóst sín. Búið var að hylja geirvörturnar með blárri ræmu og á henni stóð: Þær laða að sér.
Alls er talið að auglýsingin hafi valdið 517 árekstrum á einum degi en ökumenn í borginni létu brjóstin trufla einbeitingu sína í umferðinni.
„Ég var á leiðinni á fund þegar ég sá sendiferðabíl með risastórri mynd af brjóstum á hliðinni keyra fram hjá. Síðan var keyrt aftan á mig og ökumaðurinn sagði að brjóstin hefuð truflað hann,“ segir Ildar Yuriev í samtali við Daily Star.
Það var auglýsingastofan Sarafan sem stóð fyrir herferðinni en tilgangur hennar var að hvetja fyrirtæki að setja auglýsingaherferðir á sendiferðabíla. Talsmaður stofunnar segir að forsvarsmenn hennar muni bæta allan skaða sem auglýsingin olli.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.