Bryggjudagurinn í dag

4.Október'14 | 09:48

Í dag er hinn árlegi Bryggjudagur ÍBV íþróttafélags og Böddabita, á Vigtartorginu, sem og í  Vigtarhúsinu. Þar verður boðið uppá fjölbreytt úrval fisktegunda. Meðal tegunda má nefna siginn fisk, þorsk, þorskhnakka, ýsu, skötusel auk fleira góðgætis.

Þá verður dorgkeppni fyrir börnin sem Sigurður Bragason stjórnar, og er skráning kl. 10.30 á Vigtartorginu en veiði hefst kl. 11.30 og lýkur kl. 13.00. Verðlaun verða fyrir þyngsta fiskinn og mesta aflann.


Sölubás verður í Vigtarhúsinu fyrir ýmiskonar ÍBV-varning og veitingasala til styrktar  handboltanum.

Við hvetjum alla til að líta við á Bryggjudegi ÍBV og Böddabita.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.