Erfitt ferðalag þingmanna!
29.September'14 | 15:18Enn eitt skiptið ná þingmenn suðurlands og ráðherrarnir tveir í þingliðinu ekki að heimsækja Vestmannaeyjar til að funda með bæjarfulltrúum. Þess er skammt að minnast að bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum urðu að fella niður fund þann 22. september með þingmönnum vegna anna á þeim bænum. Í þetta skipti hafði verið boðað til fundar í tengslum við kjördæmavikuna en þar sem Herjólfur siglir nú í Þorlákshöfn verður því ekki við komið.
Samkvæmt heimildum Eyjar.net ætluðu þingmennirnir að sigla úr Landeyjahöfn í kvöld og funda með heimamönnum í fyrramálið. Dagskráin gerir þeim hinsvegar ekki mögulegt að sigla frá Þorlákshöfn og því fellur fundurinn niður. Það er svo kaldhæðni örlaganna að á boðuðum fundum hefur fyrst og fremst staðið til að ræða samgöngur. Í Eyjum er nú helst hvíslað um að ef til vill hjálpi þetta þingmönnunum til að skilja við hverslags aðstæður Eyjamenn búa á meðan ætlast er til að of djúpristur Herjólfur sigli í of litla Landeyjarhöfn.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...