Uppfært:

Nýr Baldur lengri en Herjólfur

26.September'14 | 09:32
nyr-baldur2

MS Vågan við bryggju í Svolvær í Lofoten í N-Noregi. Mynd: Níels Þórðarson/bb.is.

Á vef Bæjarins besta er sagt nýrri Breiðafjarðarferju sem kemur til með að leysa núverandi ferju af hólmi. 

Frétt bb.is um málið:

Norska ferjan Vågan kemur til með að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi yfir Breiðafjörð. Skipið tekur 280 farþega og 55 bíla. Núverandi ferja tekur 40 bíla. Andstætt fyrirrennara Vågan, Baldri, eru öll ökutæki flutt undir dekki og varin fyrir sjóroki. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að Vågan sé svokallað gegnumaksturs skip svipað Herjólfi. Vågan var byggt í Bolsönes Verft í Molde í Noregi 1979, en síðan lengt um 14 m og endurbyggt árið 1989. Árið 1993 var sett ný og stærri aðalvél í skipið sem er 2609 hestöfl og er ganghraði skipsins rúmir 13 hnútar og skipið er einnig búið öflugri bógskrúfu.

Ekjubrýr í áætlanahöfnum við Breiðafjörð, þ.e.a.s. í Stykkishólmi og Brjánslæk, eru byggðar eftir norskum stöðlum og smellpassar því Vågan við brýrnar. Skipið er búið öryggisbúnaði í samræmi við bæði íslenskar og norskar kröfur til ferja á siglingu á hafsvæðum sambærilegum við Breiðafjörðinn. Sæferðir ehf. stefna að smávægilegum breytingum á skipinu í Breiðafjarðarsiglingum. Skipið verður búið vörukrana til að þjóna Flatey og einnig verða gerðar breytingar á geymum skipsins fyrir ferskvatnsflutninga til Flateyjar.

Skipið er um 88 m langt og tæpir 12 m á breidd. Það er 1677 brúttótonn og ristir 4,2 m. Það ristir því svipað og Herjólfur og getur þá leyst af í Landeyjahöfn t.d. þegar Herjólfur þarf í slipp.

 

Uppfært: Rangar tölur voru gefnar upp í viðkomandi frétt. Rétt lengd á Baldri er skv. skipaskrá 63,47 m og breiddin er 11,6 m. Er hann því um 7 metrum styttri en núverandi Herjólfur.

Frétt á bb.is.

Tengd frétt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.