Hvernig standa börnin okkar?

Samanburður við aðra skóla

23.September'14 | 08:58

Nú í haust kom út ársskýrsla Ískrá. Það er gagnagrunnur skólahjúkrunar yfir landið. Þarna inn eru meðal annars færðar inn upplýsingar um verk sem mælt er með að skólahjúkrun framkvæmi. T.d bólusetningar og margs konar fræðsla einnig. Þarna gefst tækifæri til að bera saman líðan og heilsu skólabarna á landsvísu. Athyglisvert er að sjá hvernig nemendur GRV koma út samanborið við aðra skóla á landinu.

Ískrá er tölvuskráningarkerfi fyrir skólahjúkrun sem nú er komið um allt land nema hjá Heilbrigðisstofnun  Vestfjarða. Skýrslur bárust frá 14 Heilbrigðisstofnunum.  Til fróðleiks og gamans er gott að sjá hvernig við erum að standa okkur miðað við aðra. Sumt er mjög gott hjá okkur annað þarf að bæta. Í þessari grein er Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum skammstöfuð með HSV.  Ekki er leyfilegt að nefna aðrar stofnanir með nafni sökum nafnleyndar en við teljum upp hvar í röðinni af þessum fjórtán við erum.

Við fáum fullt hús stiga í Bólusetningum í  7. og 9. bekk ,  98-100% barna fullbólusett sem er mjög gott.

Í  1. stigs forvörnum,  skyldufræðslu til nemenda (6H –efnið) erum við með mjög góða útkomu í öllum árgöngum. Það þýðir að allir árgangar fengu þá fræðslu sem ætlast er til.

Í 1., 4., 7. og 9. bekk  koma nemendur til skoðunar og viðtals. Þá er gert svokallað lífstílsmat, markmiðið með lífstílsmati er m.a. að styrkja vitund nemenda um eigin heilsu, lífstíl og líðan. Um 10.300 nemendur á landinu öllu mátu heilsu sína og var um helmingur nemenda sem mat hana mjög góða. Hjá okkur var HSV með 50% eins og landsmeðaltal.

Hreyfing barna:

 Hlutfall nemenda sem komu gangandi eða á hjóli í skólann  er að meðaltali 60% á landinu en hjá HSV 50%.

Hlutfall barna í 1. og 4. bekk sem æfa íþróttir eða leika sér oft úti er að meðaltali 88% á landinu en hjá okkur  85%.

Hlutfall nemenda í  7. og 9. bekk sem æfa íþróttir 2-3 svar í viku eða oftar er að meðaltali 87% en hjá okkur 91%  sem er mjög gott!

Morgunmatur:

Hlutfall barna í 1., 4., 7. og 9. bekk  sem borða morgunmat er landsmeðaltal 90% en hjá okkur er það 85%. Stúlkur sleppa morgunmat oftar en drengir og eldri nemendur sleppa frekar morgunmat.

Lýsi:

Að meðaltali voru 46% barnanna sem tóku lýsi, hjá okkur 49%. Lýsistaka dvínar með  hækkandi aldri en  ekki var mikill munur á milli kynja.

Sjálfsmynd barna:

Hlutfall íslenskra skólabarna í  4. 7. og 9. bekk sem eru mjög sátt og sátt við sjálfan sig er um 85%:  Hjá okkur eru 80% stúlkna í 9. bekk  mjög sáttar eða sáttar við sjálfan sig en hjá drengjum í 9. bekk eru 95% drengja mjög sáttir eða sáttir við sjálfan sig sem setur okkur í þriðja besta sæti yfir landið. Við eigum drengi með sjálfstraust!

Líðan í skóla:

Hlutfall nemenda í  1., 4.,  7. og 9. bekk sem líður vel í skólanum:  Hjá okkur eru um 94% sem tjá sig um að líða vel í skólanum, það setur okkur í þriðja efsta sæti yfir landið, sem er gott.

Tannvernd:

Í 1. bekk er spurt, hver burstaði tennurnar þínar í gærkvöldi?  Svarmöguleikar: Foreldri, barn eða burstaði ekki . Meðaltalið yfir landið var 65% sem burstaði og best er að foreldrar bursti og aðstoði börnin til 10 ára aldurs. Hér vorum við í neðsta sæti yfir landið með 38% þar sem foreldra aðstoðuðu. Árangursviðmið: Allir bursti 2x á dag og foreldrar aðstoði!

Hæð og þyngd:

Mælt er í 1., 4., 7. og 9. bekk.  Ofþyngd og offita:  Hlutfall stúlkna yfir kjörþyngd er að meðaltali yfir landið 20%. Hjá okkur 34% og það setur okkur í efsta sæti yfir landið, við eigum þyngstu stúlkurnar. Hjá drengjum er meðaltalið líka 20% og þar erum við með 29% sem setur okkur í næst efsta sæti, við eigum næst þyngstu drengina á landinu.  Þarna er verk að vinna!

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).