Hækkun VSK á matvæli ,,skelfilegar fréttir"
10.September'14 | 11:27„Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“
Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, í pistli sem hann skrifaði á heimasíðu sína í ágúst árið 2011. Hann var þá í stjórnarandstöðu.
Síðan heldur Sigmundur Davíð áfram, „Það er löngu sannað að skattahækkanir á matvæli koma verst við þá sem lægst hafa launin og þegar virðisaukaskattur á matvæli var lækkaður á sínum tíma skipti það mjög miklu máli fyrir fjárhag heimilanna.
Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki. Þetta er rangt og þetta verður að stöðva.
Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær.
Stjórnin hefur sóað dýrmætum tíma síðustu tvö ár og aukið á vandann frekar en hitt með skattahækkunum og framtaksleysi. Því miður hafa gríðarleg tækifæri glatast á þessum tíma og vandinn hefur orðið meiri og meiri.
Haldi þetta áfram verður enn erfiðara að snúa við blaðinu og rétta við ríkisfjármálin og byggja upp velferðarsamfélagið á ný. Meiri skattahækkanir eru ekki lausn heldur vandamál.
Hvað hefur breyst?

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.