DÓMUR!

9.September'14 | 06:47

Í gegnum tíðina hef ég lang oftast lagst yfir bækur  sem vekja forvitni mína. Yfirleitt bækur sem að koma að mannlegu eðli.  Leiðbeining eða útskýringar á mannlegu atferli. Lífsreglurnar fjórar sem byggð er á fornri  visku Tolteka-indjána  er bók sem ég lít í aftur og aftur. Ein af þessum lífsreglum er sú að við ættum ekki að taka neitt persónulega því að það sem annað fólk gerir hvort sem að það eru góðir hlutir eða slæmir hlutir þá er þetta fólk ekki að gera þessa hluti þín vegna heldur er það alltaf að endurspegla sjálfan sig.  Það sem annað fólk gerir  eða segir er speglun af þeirra veruleika, hvort sem að það er gott eða slæmt.  Ég hugsa stundum um þetta, út frá hverju erum við að framkvæma? Hvað verður til þess að við segjum eða gerum ákveðna hluti?  Sjálf á ég það til að framkvæma eða gera hluti sem eru mis-gáfulegir en ég er algjörlega sannfærð um það að ég framkvæmi út frá þeim stað sem ég er stödd á andlega og líkamlega akkurrat hverju sinni eins og ég er viss um að annað fólk gerir líka. Fyrir nokkrum árum var mér bent á það að ég hefði val um það hvort að ég tæki til greina það sem annað fólk segði við mig eða um mig og það gildir um bæði það góða hluti og slæma hluti.  Ég áttaði mig á því að það var rétt, bæði ég og við öll höfum val um að taka það til greina hvernig eða hvort að við tökum inná okkur hluti sem hafa verið framkvæmdir eða sagðir.  

Ástæðan fyrir því að ég nefni þessa bók er sú að ég hef verið að lesa skemmtilegar pælingar eftir Doreen Virtue þar sem hún teflir fram því góða heilræði að við ættum ekki að dæma. Auðvitað vitum við þetta öll þrátt fyrir að þetta sé afar gott ráð. Ég held að við þekkum það öll bæði að vera dæmd og detta í þann forarpitt að dæma mann og annann! Ég held að það séu fáir sem komist í gegnum lífið án þess að dæma eða vera dæmdur. En það sem ég hafði svo gaman af var það hvernig þetta var sett upp. Hún benti á að við værum mjög mikið í því að dæma, við segðum t.d. „þessi stelpa er frábær“ , „þessi maður er magnaður íþróttamaður“ , „sá er nú ómerkileg manneskja“.  Ég hafði svosem ekki pælt í þessu svona, að þegar ég teldi mig vera að tala um fólk á jákvæðan hátt að þá væri ég að dæma því fram að þessu þá fannst mér orðið dómur fela í sér neikvæða merkingu.  En hvað á ég þá að segja? Ef ég breyti þessum dómum sem ég kom með hér á undan þá gæti ég sett þetta svona upp án þess að dæma þá getur þetta verið t.d. „þessi stúlka er með góða nærveru“, „þessi maður er að sýna árangur í íþróttum“ og „ég sækist ekki eftir nærveru þessa einstaklings“.   Mér fannst þetta góð ábending sem vert er að skoða því einhverra hluta vegna þá hafði ég ekki gert mér grein fyrir því að ég væri að fella dóma um fólk jafnvel þó svo að ég segði eitthvað fallegt um það! Svo lengi lærir sem lifir sagði einhver einhverntíman.

Gangi okkur nú öllum vel að dæma hvorki okkur sjálf né aðra, að við fáum að fara í gegnum lífið með sýnilegum framförum án þess að við tökum gjörðir eða skoðanir annarra nærri okkur . Megum við vera umvafin frelsi, ást og kærleika.

Fríða Hrönn

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.