Uppsagnir
5.September'14 | 09:58Vinnumálastofnun tilkynnti nú fyrir skömmu um að loka ætti þremur starfstöðvum á landsbyggðinni, þar á meðal hér í Eyjum. Í þessari uppsagnarhrinu er ekki kveðið á um neina uppsögn á höfuðborgarsvæðinu. Hvíslað er um að þetta sé í besta falli sérstakt fyrir núverandi ríkisstjórn, sem hefur síðustu vikur barist hart í því að færa Fiskistofu norður yfir heiðar.
Ekki hefur enn heyrst hósti né stuna frá ráðherrunum vegna þessarar ákvörðunar og má segja að lítið sé unnið með því að flytja eina stofnun út á land á meðan aðrar loka sínum starfstöðvum víðsvegar á landsbyggðinni. Kannski átti bara að fjölga störfum á Akureyri!
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.