Fríða Hrönn skrifar:

Ég vil ganga minn veg....

27.Ágúst'14 | 14:48
Frida_Hronn

Fríða Hrönn Halldórsdóttir

Ég hef hitt mikið af fólki sem hefur haft gríðarlega mikil áhrif á líf mitt. Sumir í því hlutverki að vera kennarar og aðrir ekki titlaðir kennarar en reynast mér hinsvegar miklir kennarar í lífinu. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hversu dásamlegt lífið er.

Sumt af þessu fólki hitti ég aldrei, ég les kannski eitthvað eftir það eða um það, sé myndband sem hefur áhrif á mig eða þetta fólk snertir mig á einhvern hátt. Lífið gerist og í flest öllum tilfellum þá hef ég sem manneskja eitthvað um lífið að segja. Hvað þýðir það að vera manneskja? Sá þáttur sem gerir okkur að manneskjum er það að okkur verður á. Við gerum mistök, syndgum og beitum okkur ranglega. Undarlegt?

Ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarið því ég hef stundum átt erfitt með að fyrirgefa. En afhverju ætti ég að eiga erfitt með að fyrirgefa? Eru mín mistök í lífinu minni en annarra? Er manneskja sem drepur aðra manneskju að fremja alvarlegra brot en manneskja sem brýtur gegn barni? Sá sem stelur í búð er hann meiri glæpamaður en sá sem borgar ekki skatt? Sá sem keyrir of hratt er hann að fremja minna brot en sá sem lemur maka sinn? Sá sem girnist maka nágranna síns er hann að fremja alvarlegra brot en sá sem virðir ekki foreldra sína? Sennilega eru þetta siðferðilegar spurningar sem geta orðið að heimspekilegri umræðu. Okkur verður öllum á- öllum með tölu. Annars erum við ekki mennsk.

Fyrirgefningin er merkilegt fyrirbæri og það erum við mannsskepnan líka. Við getum skoðað lífsspeki sem var skrifuð jafnvel fyrir krist sem er til þess að leiðbeina okkur manneskjunum, hvernig við eigum að haga okkur og hvernig best sé að haga sér í lífinu. Hvenær við erum að beita rétt og hvenær við erum að beita rangt.

En út frá þessari pælingu minni þá fór ég að velta því fyrir mér hvað hef ég m.a. lært í lífinu...

1.       Ég er hvorki betri eða verri manneskja en aðrir.

2.       Það að líta í eigin barm og skoða sjálfan sig gerir manni gott.

3.       Það er best ef ég get elskað bæði sjálfa mig og aðra.

4.       Besta gjöf sem ég get gefið sjálfri mér og öðrum er tími.

5.       Mér var gefið þetta líf og ég má gera í því allt sem ég elska og þrái og það er undir mér komið.

6.       Fjölskylda og vinir eru fólk sem hafa áhrif á líf mitt og fylla mig gleði, kærleika og hamingju og veita mér styrk í langflestum tilfellum. Oft er þetta fólkið sem kennir mér mest og hefur mikil áhrif á líf mitt.

7.       Ég má vera glöð og þakklát- og þegar ég er glöð og þakklát þá kemur til mín meira til að gleðjast yfir og meira til að þaka fyrir.

8.       Ég mun í gegnum lífið fá verkefni sem þroska mig- það eru ekki öll þessi verkefni eins og ég vil hafa þau en þau eru yfirstíganleg. Þessi verkefni breyta mér og  ég tek jafnvel vaxtakipp sem manneskja við að fara í gegnum þau.

9.       Gleðistundir eiga að vera fleirri en erfiðar stundir!

10.   Ást og kærleikur er svarið við ansi mörgu.

Megi okkur öllum ganga vel elsku lesendur og megi æðri máttur umvefja okkur kærleika og ást. Meigum við öðlast það sem okkur langar og þráum <3

Fríða Hrönn

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...