Nýr vefur á gömlum grunni
Tryggvi Már Sæmundsson skrifar
24.Júlí'14 | 16:56Á dögunum festi undirritaður ásamt Ellerti Scheving kaup á vefnum Eyjar.net. Vefur sem lengi hefur verið til, en ekki verið mjög lifandi undanfarið. Það er stefnan að breyta því!
Eitt er víst að af nægu er að taka hér í Eyjum. Mikið líf er í bænum um þessar mundir, nýjir veitingastaðir og gistiheimili spretta upp eins og gorkúlur og ferðamönnum fjölgar dag frá degi. Nýtt gosminjasafn hefur verið opnað og nýtt skip fer brátt að bætast í flota okkar. Þá má ekki gleyma blómlegu íþróttalífi okkar.
Þessi nýji vefur verður einnig til að rýna til gagns. Það er hverju samfélagi mikilvægt að gott aðhald sé til staðar, sérstaklega fyrir þá sem um stjórntauma halda. Það von okkar að sem flestir tjái sig á vefnum. Hjá okkur verða fastapennar auk þess sem að hvíslið er nýr og skemmtilegur liður. Þá er liður hér á síðunni sem nefnist ,,Meistaradeildin“ og þangað komast aðilar sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa.
Er það von mín að hægt verði að halda úti þessum vef, Eyjamönnum nær og fjær til gagns og gamans. Þá er rétt að geta þess að ekki verða eingöngu fréttir og efni frá Eyjum, ef að við sjáum eða fáum eitthvað athyglisvert og/eða skemmtilegt annarstaðar frá munum við að sjálfsögðu koma til með að birta það.
Ef þú, kæri lesandi telur þig hafa eitthvað fram að færa, ekki hika við að hafa samband.
Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri
Höfundur: Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri og útflutningsstjóri. Fæddur í Vestmannaeyjum árið 1976.
Netfang: tryggvi@eyjar.net
Áskorun til þjóðhátíðarnefndar
6.Júlí'21 | 12:51Íbúalýðræði í orði en ekki á borði
30.Janúar'21 | 08:30Vöndum okkur í viðspyrnunni
10.Desember'20 | 10:40Vestmannaeyjar, hvað er það?
4.September'20 | 13:36Sýnum samfélagslega ábyrgð
30.Júlí'20 | 10:35Taktleysi?
9.Júlí'20 | 11:47Er hlutlaus fjölmiðlun draumsýn?
29.Janúar'20 | 07:52Næst getur töfin kostað mannslíf
9.Janúar'20 | 11:04Ákvarðanir stjórnar Herjólfs ohf. þurfa að endurspegla vilja eigandans
6.Desember'18 | 11:02Rétt skal vera rétt
21.Nóvember'18 | 11:57
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.