Sambýlisfólk reifst heiftarlega um sokka

19.Júlí'14 | 10:14

Lögregla var kölluð í heimahús í Breiðholti um kvöldmatarleyti í gær. Samkvæmt tilkynningu var í gangi heiftarlegt rifrildi á milli karls og konu á fimmtugs- og sextugsaldri. Þau höfðu verið í sambúð í áraraðir.

 

Í dagbók lögreglu kemur fram að illdeilur þeirra hafi verið vegna pars af sokkum sem bæði vildu meina að þau ættu. Eftir að lögreglumenn höfðu reynt að ná sáttum varð niðurstaðan sú að karlinn færi af heimilinu þessa nótt og fengi annars staðar inni. Þá er tekið fram að engar niðurstöður hafi fengist um eignarhald á sokkunum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.