Vigdís Rafnsdóttir skrifar:

Fyrirspurn til Goslokanefndar

8.Júlí'14 | 16:57

Af hverju er ekki hægt að bjóða börnum upp á fríar leiksýningar á Goslokahátíð, ég skammast mín fyrir að heyra að börn þurfi að greiða inn á t.d. leikhópinn Loppu  sem er flottur leikhópur  1900 kr. fyrir barn á meðan þeir eldri fá nánast allt frítt, væri þá bara ekki nær að láta greiða aðgangseyri á tónleikana á Skipasandi þó ekki væri nema 1000 kr. Það eru ekki allir foreldrar sem eru með t.d. 2-4 börn sem hafa tekjur til að greiða fyrir börnin.

Skora á Goslokanefnd að sjá sóma sinn í því að greiða fyrir þessar leiksýningar fyrir börnin í framtíðinni á Goslokum

P.s Ég á engra hagsmuna að gæta í þessu máli, þar sem ég er ekki með börn eða barnabörn á framfæri.

Kv. Vigdís Rafnsdóttir

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...