Fjórða skiptið á síðustu sex árum sem Fram og ÍBV mætast í fyrstu umferð

4.Maí'14 | 09:12

fótbolti

Pepsi-deild karla hefst í dag með fimm leikjum. Tveir þeirra fara fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Kl. 16:00 mætast Fram og ÍBV og fjórum tímum seinna mætast KR og Valur í Reykjavíkurslag.
Þetta verður í fjórða sinn á síðustu sex árum sem Fram og ÍBV mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
 
ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik sumarið 2008 eftir tveggja ára dvöl í 1. deildinni og þrjú fyrstu tímabil (2009-2011) liðsins í Pepsi-deildinni mætti það ávallt Fram í fyrstu umferðinni. Safamýrarpiltar höfðu betur í fyrstu tveimur leikjunum, en ÍBV vann loks sigur í þriðju tilraun árið 2011.
 
Leikir Fram og ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar frá 2009:
 
2009: Fram 2-0 ÍBV (Heiðar Geir Júlíusson '76, Hjálmar Þórarinsson '90)
 
2010: Fram 2-0 ÍBV (Tómas Leifsson '4, Ívar Björnsson '56)
 
2011: ÍBV 1-0 Fram (Tryggvi Guðmundsson '90 3)
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...