ÍBV hafnar í 6. sæti

Spá Fréttablaðsins fyrir sumarið

28.Apríl'14 | 07:48

fótbolti

Eftir vissan stöðugleika og mikinn uppgang undir stjórn Heimis Hallgrímssonar mæta Eyjamenn til leiks með nýjan þjálfara í brúnni annað árið í röð eftir að Hermann Hreiðarsson ákvað að halda ekki áfram með uppeldisklúbbinn. Þá er David James einnig farinn.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi þjálfari kvennalandsliðsins, er tekinn við ÍBV og spreytir sig nú í fyrsta skipti í meistaraflokksþjálfun með karlmenn. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig þessum flotta þjálfara tekst að taka skrefið yfir.
 
Eyjamenn hafa eins og önnur lið lítið bætt við sig en byggja sinn leik á traustri vörn og góðum markverði. Það lítur út fyrir að það verði fátt um fína drætti í sóknarleiknum eins og í fyrra nema Siggi Raggi finni einhverjar töfralausnir korter í mót.
 
Gengi ÍBV síðustu sex tímabil:
2008 (B-deild, 1. sæti)
2009 (10. sæti)
2010 (3. sæti)
2011 (3. sæti)
2012 (3. sæti)
2013 (6. sæti)
 
Íslandsmeistarar: 3 sinnum (síðast 1998)
Bikarmeistarar: 4 sinnum (síðast 1998)
 
Tölur ÍBV í Pepsi-deildinni 2013:
Mörk skoruð: 10. sæti (1,18 í leik)
Mörk á sig: 5. sæti (1,27 í leik)
Stig heimavelli: 5. sæti (17 af 51,5%)
Stig á útivelli: 8. sæti (112 af 36,4%)
 
Nýju mennirnir:
Abel Dhaira (Tansaníu)
Jökull I. Elísabetarson (Breiðabliki)
Atli Fannar Jónsson (Breiðabliki)
Dominic Adams (Trínidad)
Jonathan Glenn (Trínidad)
 
Nánar í Fréttablaðinu og á visir.is
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...