Enginn sáttahugur um Herjólf

14.Mars'14 | 16:36
Fundi Sjómannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, um kjarasamninga undirmanna á Herjólfi, var slitið nú síðdegis án árangurs. Yfirvinnubann hefur nú staðið í viku með talsverðu raski fyrir Eyjamenn, og ekkert verður siglt um helgina. Talsmaður SÍ segist engan sáttahug hafa skynjað.
„Það var nú þannig að vinnuveitendur heilsuðu okkur ekki einu sinni þegar við komum í hús, þannig var andrúmsloftið. Ég hef nú ekki upplifað það áður og er þó búinn að vera í þessu í nokkur ár,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands sem semur fyrir hönd starfsmanna Herjólfs.
 
Ekki hafði verið fundað síðan á föstudaginn var, en í millitíðinni hefur verið í gildi yfirvinnubann alla vikuna sem þýðir að undirmenn á Herjólfi vinna aðeins dagvinnu og hætta kl. 17.
 
Allar ferðir Herjólfs falla niður um helgina vegna yfirvinnubannsins, en næsti samningafundur verður á mánudag klukkan 11:30. Náist ekki samningar í næstu viku verður einnig verkfall á Herjólfi á föstudögum frá og með aðfaranótt 21. mars.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).