Flug til Vestmannaeyja mun ekki skerðast

13.Mars'14 | 08:11
„Þetta mál hefur verið leyst á þann hátt að það verða engar tímabundnar lokanir á flugvellinum í Vestmannaeyjum á næstunni, sérstaklega ekki á meðan Herjólfur gengur ekki um helgar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.
Í gær barst tilkynning frá Isavia, sem sér um rekstur á flugvellinum í Vestmannaeyjum, að flugvellinum yrði lokað á laugardögum, að minnsta kosti fram til loka aprílmánaðar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja lýsti yfir mikilli óánægju með ákvörðunina í samtali við Vísi í dag.
 
Ráðaneytinu ekki kunnugt um ákvörðunina
Hanna Birna segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um þessa einstöku framkvæmd af hálfu Isavia. „En við höfum nú kannað málið og Isavia hefur endurskoðað þetta. Þannig að nú ættu allir að vera öruggir um flugsamgöngurnar til Eyja. Við munum vinna breytingar á flugsamgöngum í samráði við bæjaryfirvöld þannig að allir eigi að geta vel við unað.“
 
Minni fjárframlög en ekki endilega þjónustuskerðing
Hanna Birna segir nauðsynlegt að endurskoða rekstur á innanlandsflugi, því fjárframlög til þess fari minnkandi. „Við þurfum að endurskoða ýmislegt en viljum gera það í samráði við sveitarfélög. Við viljum reyna að halda þjónustustiginu sem hæstu. Minni fjárframlög þýða ekki endilega þjónustuskerðingu,“ útskýrir Hanna Birna.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).