Elliði brjálaður vegna lokunar flugvallarins í Eyjum

12.Mars'14 | 14:22
„Þegar ég fékk þessa tilkynningu kíkti ég bakvið hurð til að athuga hvort Auðunn Blöndal væri þar og ég væri í falinni myndavél,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem er gríðarlega ósáttur við þá ákvörðun Isavia að loka flugvellinum í Vestmannaeyjum á laugardögum, að minnsta kosti til loka aprílmánaðar.
Þetta þýðir að á laugardaginn kemur verða líklega engar samgöngur til og frá Vestmannaeyjum, því kjarabarátta áhafnar Herjólfs felur í sér yfirvinnubann og siglir báturinn því ekki um helgar og afar langt ber á milli í kröfum áhafnarinnar og tilboði rekstraraðila Herjólfs.
 
Elliði furðar sig á þessari ákvörðun, en hann fékk að vita um lokun flugvallarins rétt í þessu, með þriggja daga fyrirvara. „Ég spyr bara, er þetta fólk ekki með öllum mjalla?“
 
Hæstu skattgreiðendur á landinu
Elliði segir nútíma byggðarlög þrífast á samgöngum. „Það tekur allt afl úr svona samfélögum þegar samgöngur leggjast niður. Vestmannaeyingar eru hæstu skattgreiðendur landsins og það er ljóst að með þessu virðingar- og skeytingarleysi er verið að koma í veg fyrir að við getum framleitt verðmæti, þetta er komið langt út fyrir alla skynsemi.“
 
Í raun og veru rothöggið
Samgöngur hafa verið stopular undanfarið og nú segir Elliði botninn hafa tekið úr. „Já, þetta er í raun og veru rothöggið. Flugfélagið Ernir hafa sinnt okkar þörfum mjög vel og staðið sig með prýði. En nú á að loka flugvellinum svo við getum ekki notið þeirra þjónustu.“
 
Elliði tekur þó fram að hægt verði að opna flugvöllinn ef eitthvað mikið beri við, en það kosti sitt.
 
Elliði mun setja sig í samband við innanríkisráðherra og krefjast þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð, sem hann býst við að verði raunin. „En það er ótrúlegt að þurfa að heyra í ráðherra vegna málsins. Þetta er svona eins og hafa samband við heilbrgiðisráðherra til þess að fá magnyl.“
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).