30 ár í dag frá því að Hellisey VE sökk

11.Mars'14 | 08:07
Í dag eru 30 ár frá því að Hellisey VE sökk 5km norðaustur af Heimaey, fjórir fórust er báturinn sökk en Guðlaugur Friðþórsson náði synda í land. Guðlaugur tók land í Prestvík og gekk hann þaðan berfættur yfir hraunið að Suðurgerði 2 þar sem hann gat vert vart um sig.
Þeir sem fórust með Hellisey þennan örlagaríka dag voru Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, Pétur Sigurðsson 1.vélstjóri, Engilbert Eiðsson 2.vélstjóri og Valur Smári Geirsson matsveinn.

Eftirfarandi viðtal tók Árni Johnsen þá blaðamaður Morgunblaðsins við Guðlaug skömmu eftir að sá síðarnefndi vann hið einstaka afrek:


Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði si svona: „Jæja, þetta þurfti þá að enda svona. Maður heldur alltaf að einhver annar lendi í því, einhver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það líka í landi, en svo allt í einu er stundin runnin upp.“ Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: „Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.“ Undarlegt er þetta, og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri, eins og gengur.
 
Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum að hughreysta hver annan. Hirti var mjög kalt, því hann hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. Það var kalt þarna á kili. [...]
 
Það hafði ekki hvarflað að mér að reyna að synda til lands, en þegar Hjörtur skipstjóri sagðist ætla að freista þess, sagðist ég einnig ætla að gera það. Skyndilega datt báturinn undan okkur og við vorum aftur í sjónum. Við höfðum ákveðið að reyna sund til lands án þess að fylgjast að og án þess að hjálpa hver öðrum, töldum það vonlaust. Við sáum vitaljósið á Stórhöfða og tókum þrír stefnuna þangað. Fljótlega vorum við Hjörtur tveir einir og kölluðumst á, en síðan hætti ég að fá svar og hætti þá að kalla.
 
Viðtalið í heild má lesa hér
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).