Bæjarráð ítrekar þá kröfu sína að sem fyrst verði mörkuð stefna til 5 ára um lágmarksþjónustu við HSV

Áfangaskýrsla samráðshóps heilbrigðisráðherra og bæjarstjórnar Vestmannaeyja

7.Mars'14 | 09:39
Bæjarráð ítrekaði áhyggjur sínar af stöðu mála á HSV á fundi sínum þann 5.mars íðastliðinn . Í dag eins og undanfarin misseri er staðan óþolandi. Alvarlegast er að rekstur skurðdeildar er fjarri því að vera með þeim hætti sem þörf er á í Vestmannaeyjum. Fæðingaþjónusta er á sama máta svo takmörkuð að lang flest börn í þessu samfélagi fæðast nú í Reykjavík. Í því felst bæði óviðunandi hætta fyrir verðandi mæður og börn þeirra auk gríðarlegs kostnaðar og álags fyrir fjölskyldur á tíma sem að öðru leiti gæti orðið sá gleðilegasti á ævi hverrar fjölskyldu. Óvissan fyrir starfsmenn og þjónustuþega ereinnig alger.
 
Bæjarráð tekur undir afstöðu heimamanna í skýrslu samráðshóps heilbrigðisráðherra og bæjarstjórnar og lýsir áhyggjum sínum af því viðhorfi sem fram kemur hjá fulltrúum ráðuneytisins. Verði það að veruleika verður heilbrigðis- og öldrunarþjónusta færð langt aftur fyrir það sem eðlilegt má teljast í bæjarfélagi eins og Vestmannaeyjum.
 
Bæjarráð ítrekar þá kröfu sína að sem fyrst verði mörkuð stefna til 5 ára um lágmarksþjónustu við HSV. Tómlæti og hægagangur mun einungis gera málið enn erfiðara í úrlausn.
 
Bæjarráð óskar eftir því að velferðarráðuneytið ljúki sem fyrst formlegri umfjöllun um skýrsluna og geri grein fyrir afstöðu og stefnu að því loknu. Þá gerir bæjarráð einnig kröfu um að velferðarnefnd fjalli um skýrsluna og móti afstöðu til innihalds hennar.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).