Siglir einungis eina ferð

5.Mars'14 | 08:46
Herjólfur siglir einungis eina ferð í dag og mun hann sigla frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar klukkan átta. Brottför frá Þorlákshöfn er síðan klukkan 11:45. Ástæðan er verkfall Sjómannafélags Íslands. Þetta kemur fram á vef Herjólfs.
„Sjómannafélag Íslands hefur boðað verkfall félagsmanna sinna sem vinna um borð í Herjólfi.
 
Verkfallið sem nær til háseta, bátsmanna og þerna hefst miðvikudaginn 5. mars n.k. kl. 17:00 og stendur til kl. 08:00 alla virka daga auk þess sem ekkert verður unnið um helgar. Verkfallið mun hafa veruleg áhrif á áætlun Herjólfs.
 
Í lok síðasta árs gengu starfsmennirnir úr Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum í Sjómannafélag Íslands. Samtök atvinnulífsins fara með samningsumboð f.h. Eimskips vegna kjarasamninga um borð í Herjólfi.
 
Sjómannafélag Íslands hefur í kröfugerð sinni krafist kauphækkana sem eru úr öllum takti við það sem aðilar vinnumarkaðarins hafa samið um á síðustu mánuðum til að tryggja stöðugleika, halda niðri verðbólgu og auka kaupmátt.
 
Þann tíma sem boðað verkfall Sjómannafélags Íslands stendur yfir mun Herjólfur sigla skerta áætlun og óvíst hve mikið Herjólfur og Víkingur munu geta siglt til Landeyjahafnar en það verður gert eins og aðstæður leyfa.
 
Það er ljóst að þessar aðgerðir Sjómannafélags Íslands munu valda óþægindum fyrir Vestmannaeyinga. Eimskipafélagið mun gera sitt allra besta til að tryggja að samgöngur og vöruflutningar verði viðunandi með öllum mögulegum leiðum,“ segir í tilkynningu á vef Eimskip, sem rekur Herjólf.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).