Lundinn líður vegna hlýnunar hafsins

2.Janúar'14 | 11:26

Lundir lundar

Hitastig sjávar virðist skipta höfuðmáli fyrir afkomu lundastofnsins. Líklegast þykir að það gerist í gegnum áhrif sjávarhita á sandsílin, beint eða óbeint. Sandsílin eru mjög mikilvæg fæða lundans og lundapysjunnar.
Stofnhrun hjá lundanum sunnan- og vestanlands virðist fylgja hlýskeiðum í Norður-Atlantshafi. Tölur um lundaveiði í háf í Vestmannaeyjum allt frá árinu 1880 og til dagsins í dag sýna að veiðin sveiflast í öfugu hlutfalli við sjávarhitann. Hlýjum sjó fylgir minni lundaveiði og köldum sjó fylgir meiri lundaveiði.
 
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fuglafræðinganna Erps Snæs Hansen og Arnþórs Garðarssonar, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Um er að ræða skýrslu til Veiðikortasjóðs sem kom út í desember 2013. Þar er fjallað um vöktun viðkomu, fæðu, líftölu og könnun vetrarstöðva lundans.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).