Hjálmar Jónsson ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV

30.Desember'13 | 08:26

fótbolti

Hjálmar Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV og tekur hann til starfa um áramótin.
Hjálmar er stúdent frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og lauk B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á vörustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hjálmar útskrifaðist með M.Sc. í fjármálum frá University of Stirling í Bretlandi og hefur einnig lokið löggildingu í verðbréfamiðlun frá HR.
 
Frá árinu 2012 starfaði Hjálmar hjá Arion banka sem sérfræðingur í innri endurskoðun. Á árunum 2006 – 2012 starfaði hann sem þjónusturáðgjafi hjá bankanum ásamt því að vera verðbréfa- og lífeyristengill.
 
Knattspyrnudeild ÍBV væntir mikils af störfum Hjálmars á komandi misserum og bíður hann velkominn til starfa fyrir félagið.
 
Val Smára Heimissyni eru þökkuð vel unnin störf fyrir knattspyrnudeild ÍBV á undanförnum 2 árum og óskum við honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.
 
Áfram ÍBV!
 
Óskar Örn Ólafsson
formaður knattspyrnudeildar ÍBV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).