Vestmannaeyingar lækka útsvar

Útsvar lækkar úr 14.48% niður í 13.98%

22.Nóvember'13 | 08:54

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Stjórnendur Vestmannaeyjabæjar telja að bæjarbúar eigi að njóta bættrar rekstrarstöðu með auknum ráðstöfunartekjum.
Í nýsamþykktri fjárhagsætlun Vestmananeyjabæjar fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir að útsvarsprósenta lækki úr hámarki, sem er 14,48%, niður í 13,98%.
 
Heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 4.092 milljónir króna og heildarrekstrargjöld 4.050 milljónir króna. Áætlað er að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði rúmar 82 milljónir. Veltufé frá rekstri er áætlað 518 milljónir og gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir 478 milljónir.
 
Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir A-hluta sveitarsjóðs verði komnar niður í 230 m.kr í árslok ársins 2014 og vaxtaberandi skuldir samstæðunar verði komnar niður í 593 m.kr. Áætlaðar afborganir af langtímalánum hjá sveitasjóð á árinu 2014 eru 25 m.kr. og tæpar 53 m.kr. hjá samstæðunni. Nú í lok árs 2013 er staðan sú að lán hafa verið greidd niður fyrir 3,4 milljarða frá árinu 2006 og miðað við fasta greiðsluáætlun verður Vestmannaeyjabær skuldlaus innan 4 ára.
 
Á seinustu árum hefur allt kapp verið lagt á að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar. Í viðbót við niðurgreiðslu skulda hefur verið hagrætt í öllum rekstri og þjónustueiningar gerðar hagkvæmari. Þannig hefur tekist að auka þjónustu en skapa um leið svigrúm til lækkunar útsvars.
 
Í tilkynningu frá bæjarstjórn segir að það sé skoðun stjórnenda Vestmannaeyjabæjar að nú þegar rekstur Vestmannaeyjabæjar þolir að lægra hlutfall sé tekið af launum bæjarbúa þá eigi þeir að njóta þess með auknum ráðstöfunartekjum frekar en að rekstur sveitarfélagsins sé þanin út. Fólk sé enda sjálft best til þess fallið að meta hvernig það ver sínum eigin fjármunum.

Tekið af vb.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).