Reisa veitingastað á súlum við Vestmannaeyjahöfn

21.Nóvember'13 | 08:58

rib safari

„Húsið verður reist á landfyllingu og svo verður stór viðarpallur í kringum það og hann mun hvíla á stólpum sem eru nú þegar komnir niður,“ segir Hilmar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Rib-safari.
Hann og aðrir eigendur fyrirtækisins, sem selur ferðir með slöngubátum sem er siglt umhverfis Vestmannaeyjar, hafa sótt um byggingarleyfi fyrir veitinga- og þjónustuhúsi sem á að rísa á lóð fyrirtækisins í Vestmannaeyjahöfn.
 
„Okkur langar að mynda smá stemningu niðri á bryggju og við horfum til þess hvernig mál hafa þróast á Húsavík, Siglufirði og í Reykjavík þar sem veitingastaðir og ferðaþjónusta blómstra við höfnina. Okkar hugmynd er sú að húsið verði eins og veiðikrárnar í Eyjum voru í gamla daga en þær voru byggðar á pöllum og voru staðsettar á þessum slóðum,“ segir Hilmar.
 
Hann segir að húsið verði um 170 fermetrar að grunnfleti.
 
„Ef byggingarleyfið verður samþykkt þá verður húsið líklega tilbúið á vormánuðum 2015. Við höfum hingað til ekki verið með neitt almennilegt húsnæði undir okkar starfsemi en við erum með lítinn gám niðri á bryggju þar sem viðskiptavinir okkar geta klætt sig í björgunarvesti og annan klæðnað. Það verður því gott að fá húsnæði þar sem þeir geta sest niður og fengið sér kaffi og aðrar veitingar.“
 
Spurður hvort fyrirtækið ætli í frekari fjárfestingar segir Hilmar að hann og aðrir eigendur þess ætli að láta framkvæmdina vegna veitinga- og þjónustuhússins duga að sinni.
 
„Við ætlum ekki að kaupa fleiri báta í bili. Við byrjuðum með einn bát fyrir fjórum árum og erum búnir að vera með tvo báta í um þrjú ár. En það var minna um ferðir í sumar en árið áður því veðrið var eins og allir vita frekar slæmt. Svo vorum við stoppaðir í vor þegar Samgöngustofa stöðvaði allar okkar ferðir þar sem farþegar voru ekki í svokölluðum neyðarbjörgunarbúningum,“ segir Hilmar og undirstrikar að allir viðskiptavinir fyrirtækisins klæðist flotgöllum og björgunarvestum.
 
„En það var bakkað með það og það mál er nú komið í góðan farveg,“ segir Hilmar.
 
„Annað atriði sem gerði reksturinn erfiðari var að við höfum einungis heimild frá Samgöngustofu til að sigla með tólf farþega en bátarnir geta borið tuttugu. Af þeim sökum þurfum við að fara fleiri ferðir til að anna eftirspurn. Það mál er allt í ferli og við viljum ekki afskr

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).