Kostnaður við að fæða um 450 þúsund

15.Nóvember'13 | 08:45

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Þurfti að fara til Reykjavíkur til að fæða barn vegna skorts á þjónustu í Vestmannaeyjum. Vinnutap eiginmanns, gisting og annar kostnaður um hálf milljón.
Erna Sævarsdóttir skólaliði er ein þeirra kvenna sem þurft hafa að fara að heiman til þess að ala barn í Reykjavík þar sem engar skurðaðgerðir eru gerðar á skurðstofunni í Vestmannaeyjum þar sem hún býr. "Ég hafði ekkert val þar sem ég hafði áður farið í keisaraskurð," segir Erna.
 
Hún telur að kostnaðurinn vegna þessa hafi numið um 450 þúsundum króna. "Ég fór 28. október í bæinn og það var viku fyrir settan dag. Við tókum á leigu íbúð á vegum stéttarfélags. Barnið kom ekki fyrr en 11. nóvember þannig að við greiddum fyrir tveggja vikna gistingu sem kostaði 40 þúsund krónur. Maðurinn minn, sem er sjómaður, kom með mér og okkur telst til að vinnutap hans hafi numið um 300 þúsundum króna fyrir þetta tímabil. Það var líka dýrara að kaupa í matinn þar sem ekki voru til grunnvörur eins og maður hefur heima hjá sér. Ferðin var að vísu niðurgreidd af stéttarfélaginu, sem er kannski það minnsta sem maður er að eltast við, en ýmis annar kostnaður tíndist til vegna verunnar að heiman. Við tókum litla peyjann okkar, sem er 5 ára, með. Það var ekki hægt að skilja hann eftir í svona langan tíma á meðan mamma og pabbi voru að bíða eftir nýju barni," segir
 
Erna. Hún tekur það fram að margir séu í verri stöðu en hún og hennar maður og hafi ekki tök á svona brölti, eins og hún orðar það. "Við erum bara venjulegt fólk og rúllum okkar batteríi ágætlega. Við áttum svolítið sparifé."
 
Erna segir kostnaðinn og óþægindin vegna ferðarinnar að heiman þó ekki aðalatriðið. "Ég get nefnilega varla hugsað um hvernig hefði getað farið ef ég hefði ekki verið komin í tæka tíð til Reykjavíkur. Ég lenti í því að fylgjan kom ekki og fór beint í aðgerð og missti tvo lítra af blóði. Starfsfólkið á Landspítalanum var frábært."
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).