Vestmannaeyjar: niðurskurður/niðurlagning

Guðbjörn Guðbjörnsson skrifar

8.Nóvember'13 | 08:02
Ég hef í gegnum árin oft velt fyrir mér, hvort Vestmannaeyjar séu nú virkilega hagkvæmur kostur sem útgerðarstöð. Í fyrsta lagi eru Eyjarnar virk eldstöð og þar með hálfgerð tímasprengja. Fjárfestingar þarna eru í raun mikil áhættufjárfesting, t.d. fjárfestingar hins opinbera (skattpeningar okkar allra). Velta þarf fleiru fyrir sér, t.d. hvort þörf sé á lögreglustjóra (ég er að tala um yfirstjórnandanda), skattstofu og menntaskóla fyrir 4.200 manns, sérstaklega af því að við erum með skattstofu á Hellu og lögreglustjóra á Selfossi. Þarf flugvöll eða dugar þyrlupallur, þegar við erum með sjúkrahús á staðnum og annað við endann á flugbraut í höfuðstaðnum.
Nú, ef Eyjamenn vilja flugvöll, þá borgi þeir bara fyrir hann með sínu útsvari eins og hvern annan leikhús- eða sinfóníulúxus. Síðan má velta því fyrir sér hvort Vestmannaeyjar þurfi sjúkrahús. Við erum jú með flott sjúkrahús í miðborg Reykjavíkur og flugvöll sem tekur við öllum alvarlega veikum annaðhvort með sjúkraflugi eða þyrlu. Síðan er það reksturinn á þessari rándýru ferju, sem fólk á bara að greiða að fullu fyrir og þarf engar niðurgreiðslur til. Það er svo margt sem þarf virkilega að skoða, þegar nánar er að gáð í ríkisrekstri. Síðan er spurningi hvort rekstur Vestmannaeyja sem slíkur borgi sig rekstrarlega með aðeins 4.200 manns þarna úti í hafi og síðan öll þessi þjónusta. Þeir eru ekki einu sinni sér nógir varðandi rafmagn og kalt vatn! Væri ekki hægt að landa fiskinum í Grindavík og Höfn í Hornafirði?
 
En ég er sammála Elliða um eitt að yfirbyggingin á íslensku menningarlífi er alltof mikil. Í Þýskalandi, þar sem ég vann í leikhúsi í 10 ár, var aðeins einn Intendant (leikhússtjóri) í hverri borg, sem var yfirmaður hljómsveitar, leikhúss og óperu. Smíða- og búningaverkstæði, lýsing o.s.frv. voru samnýtt hjá öllum þremur stofnunum og síðan öll önnur þjónusta við hljómsveit og leikhús eins og hægt var. Þarna mætti spara tugi milljóna án þess að gæðum sé fórnar. Síðan er ég sammála Elliða að taka landbúnaðarkerfið í gegn, en bændur fá núna 50% launa frá ríkinu og eru því á 1/2 “listamannalaunum” en þarna myndu 6-8 milljarðar sparast. Með því loka einhverju í Eyjum og minnka niðurgreiðslur til bænda og Vestmannaeyja gætum við átt peninga í rannsóknir og aukna menningarstarfsemi. Mér finnst alveg nógu að skattgreiðendur greiði helming af launum bænda. Síðan þyrfti auðvitað meiri samkeppni með lækkunum og að hluta til afnámi tolla á landbúnaðarafurðir. Ef Ísland er svona frábært landbúnaðarland, þá eiga íslenskir bændur að keppa við önnur lönd.
 
 
tekið af eyjan.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).