Verðum að fá nýtt skip

segir Elliði Vignisson bæjarstjóri

6.Nóvember'13 | 08:03
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það algjörlega fullreynt að fá notað skip til að sigla milli Landeyjahafna og Vestmannaeyja. Nú verði að gera nauðsynlegar umbætur á höfninni og fá nýtt skip. Hann segir sömu rök hljóti að gilda um 4 milljarða hafnarframkvæmd og Hörpu.
Breiðafjarðarferjan Baldur fær ekki undanþágu frá Siglingastofnun til að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eins og undanfarin tvö ár. Bæjarstjóri Vestmannaeyja að sömu rök hljóti að gilda um Hörpu og Landeyjahöfn, fjögurra milljarða krónu höfn verði vart látin standa tóm nokkra mánuði á ári.
 
Elliði segir þetta þýða að höfnin lokist í þrjá til fjóra mánuði. Ef Baldur hefði fengið undanþáguna hefðu sextíu til sjötíu dagar bæst við, að sögn Elliða.
 
Þar munar miklu um djúpristu Baldurs og að ferjan getur siglt þessa leið þegar ölduhæðin er 3,3 metrar. Ölduhæðin sem Herjólfur ræður við er tveir og hálfur metri.
 
Ellið segir að nú verði að höggva á þennan hnút, gera þurfi nauðsynlegar umbætur á Landeyjahöfn og leyfa henni að þróast. Og svo verði að fá nýja ferju. „Ég veit að ríkið byggir ekki höfn fyrir fjögur þúsund milljónir en sleppir því að byggja skip til að nota þessa framkvæmd. Þau rök sem komu fram við að ljúka við framkvæmd Hörpu hljóti að gilda þegar komið er út fyrir höfuðborgarsvæðið.“

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).