Alvarlega staða heilbrigðismála

Inga R. Guðgeirsdóttir skrifar

6.Nóvember'13 | 09:47
Ofboðslega getur manni sárnað þegar umræða um heilbrigðismál og fleiri aðkallandi málefni fara á það plan að það sé eins og tvær þjóðir búi í landinu.
Höfuðborgarsvæðið á móti landsbyggðinni eða öfugt.
Ég bý í Vestmannaeyjum og hef búið hér alla mína ævi. Ég er haldin sjúkdómi sem getur ógnað mínu lífi hvenær sem er . Á morgun eða eftir ár. Ég veit það ekki.
En ég veit það að ef og þegar það gerist , þarf ég að stóla á að veður sé gott svo það sé flugveður, eða að það sé fært í Landeyjarhöfn, ég myndi ekki getað lagt á mig sjóferð til Þorlákshafnar.
Hér í eyjum verður enginn skurðlæknir og svæfingarlæknir er búin að fá uppsagnarbréf og allavega tveir læknar að hætta.
 
Til að byggð haldist þá þarf að vera til staðar grunnþjónusta og er þá alveg sama hvar á landinu það er.
Enginn vill búa við óöryggi sem getur ógnað mannslífi.
 
Það hefur ekki farið framhjá neinum staðan á Landspítalanum. Konur sem fæða þar þurfa að deila herbergi með fleirum og næði er lítið. Hef meira að segja heimildir fyrir því að eiginmaður einnar sem fæddi þar þurfti sjálfur að fara og kaupa panodil handa konunni því það var ekki til á spítalanum.
Hvers vegna má þá ekki færa fæðingar hingað til eyja og nýta þetta flotta sjúkrahús sem við eigum.
Ef það gæti hjálpað til að standa undir sér . Ég þekki það ekki.
 
Hér myndu mæður fá góða þjónustu og hér í eyjum er fullt af gistiheimilum og hótelum sem gæti tekið við fjöldanum. Þó ekki væri nema að létt álagið af Landspítalanum.
Hvers vegna ekki að leita annarra leiða.
 
Það er jú jafnlangt til Rvk frá eyjum og frá Rvk til eyja.
Ég set þetta bara upp sem pælingu , er ekki að blanda stjórnmálum í þessar pælingar því undanfarin 10 ár hafa verið nákvæmlega eins, sama hver þar er við stjórn.
 
Mér finnst mér ógnað með þessu óöryggi og er þetta bara mín skoðun.
Inga Guðgeirsdóttir
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).