ÍBV mætir Fram í Laugardalnum í dag

13.September'13 | 07:59

fótbolti

Eyjamenn mæta Fram í dag kl. 17.30 í Laugardalnum. Fyrir þennan leik eru okkar menn í 6. sæti með 23 en Frammarar í því 8. með 19 stig, þess má geta að við eigum einn leik til góða á þá. Frammarar eru því 5 stigum frá fallsæti og eru væntanlega staðráðnir í því að næla sér í 3 stig í þessum leik.
Evrópusæti er kannski orðið fjarlægur draumur hjá okkar mönnum en við erum 14 stigum frá þriðja sætinu þegar fimm leikir eru eftir (þar af innbyrðisleikur við Stjörnuna sem situr í 3.sætinu núna). En eins og áður hefur sést þá getur ALLT gerst í fótbolta.
 
Það er ekki oft sem við fáum föstudagsleiki og því tilvalið lyfta sér aðeins upp og mæta á völlinn og öskra strákana til sigurs í þessum leik. Klárum nú þetta tímabil með stæl og sýnum úr hverju Vestmannaeyingar eru gerðir!
 
Líklegt byrjunarlið:
 
Eiður Aron er í banni svo við teljum líklegt að þjálfarateymið hendi hinum unga og bráðefnilega Jóni Ingasyni inn í byrjunarliðið og Matt Garner leysi Eið af í hjarta varnarinnar.
 
Hægt er að lesa skemmtilegapælingar stuðningsmanna ÍBV um leikinn á eyjamenn.com

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).