Ísfélagið greiddi 1,2 milljarða króna í arð

12.September'13 | 08:08

Ísfélag Vestmannaeyja Ísfélagið

Í nýlega birtum ársreikningi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum kemur fram að félagið hafi hagnast um 28,3 milljónir Bandaríkjadala á síðasta rekstrarári. Í íslenskum krónum nemur hagnaðurinn rúmlega 3,4 milljörðum króna. Hagnaður félagsins dróst saman um rúm 23 prósent milli ára.
Þá kemur einnig fram í reikningnum að arður til hluthafa á síðasta ári hafi numið 9,9 milljónum dala, eða sem svarar 1,2 milljörðum króna.
 
Stærsti eigandi Ísfélagsins með 88 prósenta hlut er ÍV fjárfestingarfélag, en samkvæmt upplýsingum Creditinfo á Fram ehf. þann hlut að fullu. Fram ehf. er að 91,7 prósentum í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur, sem samkvæmt því hefur í fyrra fengið tæpar 970 milljónir króna greiddar í arð.
 
Greiddur arður á síðasta ári var heldur meiri en árið áður. Þá námu arðgreiðslur 6,9 milljónum dala, eða sem svarar tæpum 840 milljónum króna. Fram kemur í ársreikningnum að stjórn Ísfélagsins hafi einnig ætlað að leggja til við aðalfund í sumar að greiddur yrði út arður á þessu ári.
 
Í skýrslu stjórnar Ísfélagsins er vísað til þess að samkvæmt efnahagsreikningi nemi eignir félagsins ríflega 231 milljón dala, eða sem svarar um 28 milljörðum króna. Bókfært eigið fé Ísfélagsins í lok síðasta rekstrarárs var 101,4 milljónir dala, eða 12,3 milljarðar króna og eiginfjárhlutfallið 43,9 prósent.
 
Fram kemur að í árslok 2012 hafi 136 átt hlut í Ísfélaginu, en ÍV fjárfestingarfélag er eini hluthafinn sem á yfir tíu prósenta hlut.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).