Bæjarráð ítrekar ennfremur áhyggjur sínar af fyrirætlun um lokun skurðstofunnar

11.September'13 | 14:53
Á síðasta fundi bæjarráðs þann 28. ágúst sl. óskaði bæjarráð eftir því að heilbrigðisráðherra kæmi til fundar með bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðrar lokunar skurðstofu Vestmannaeyja. Ráðherra brást vel við þeirri beiðni bæjarráðs og fundaði við bæjarstjórn þann 6. september sl. í Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar.
 
Á fundinum kvað ráðherra það ekki vera vilja sinn eða ráðuneytisins að loka skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja (HSV) og gerði ráðherra sér grein fyrir öryggisleysi íbúanna ef af yrði. Á fundinum fór sérfræðingur ráðuneytisins, Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja með bæjarstjórn og lýsti þeim vanda sem við er að etja. Vandi stofnunarinnar er helst sá að hún skuldar mikið og er í raun ógreiðsluhæf en slíkt bitnar á allri starfsemi hennar og framtíðarsýn.
 
Ræddar voru mögulegar leiðir til úrlausnar og lýsti Vestmannaeyjabær vilja til að koma að heildarendurskoðun á heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum með ráðuneytinu með það að markmiði að tryggja grunnþjónustu og ná fram þeirri hagræðingu sem er möguleg í kerfinu. Fundarmenn voru sammála um að það væru ótvíræð samlegðaráhrif með rekstri Hraunbúða og HSV og jafnvel fleiri sviðum. Ráðherra tók vel í þessa málaleitan og lagði til að stofnaður yrði starfshópur hið fyrsta með fulltrúum ráðuneytisins og sveitarfélagsins sem skoðaði þá þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu á sviði heilbrigðismála og hvaða leiðir eru mögulegar til að tryggja að grunnþjónusta verði ávallt fyrir hendi með öruggan rekstrargrundvöll.
 
Bæjarráð Vestmannaeyja þakkar Heilbrigðisráðherra fyrir góðan fund og ítrekar þann vilja bæjarins að koma að endurskoðun á heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Bæjarráð ítrekar ennfremur áhyggjur sínar af fyrirætlun um lokun skurðstofunnar og ítrekar þá kröfu að skurðstofunni verði hlíft við niðurskurði á meðan að starfshópur er að störfum og fundin verði framtíðarlausn á rekstri heilbrigðismála í Vestmannaeyjum. Þá er mikilvægt að ráðherra leggi að stjórnendum HSV að manna skurðstofuna hér eftir sem hingað til.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).