Undirbúningur nýrrar ferju tímafrekur

11.September'13 | 08:04

Herjólfur

Undirbúningur á útboði hönnunar á smíði nýrrar ferju til siglingar í Landeyjahöfn hefur reynst tímafrekari en ráð var fyrir gert. Hann er þó á lokastigi. Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Vilhjálmur spurði innanríkisráðherra út í nýju ferjuna og hvernig bregðast ætti við fyrirsjáanlegum vanda með vetrarsiglingar. Hanna Birna segir í svari sínu að reiknað sé með að ný ferja þjóni samgöngum við Vestmannaeyjar næstu áratugina, því nauðsynlegt að vanda vel til verka og til mikils að vinna að ferjan henti aðstæðum við Landeyjahöfn.
 
Hvað varðar fyrirsjáanlegan vanda með vetrarsiglingar, segir Hanna Birna í svarinu, að nefnt hafi verið hvort hægt væri að fá hentugra skip til siglinga yfir veturinn. „ Niðurstaðan virðist sú sama og áður; hentug skip liggja ekki á lausu,“ segir ráðherra í svari sínu. Hann fagnar þó samningi Eimskips við ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours um siglingar farþegabáts milli Landeyjahafnar og Eyja.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).