Að súpa hveljur yfir arði

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

8.Ágúst'13 | 07:55

VSV vinnslustöðin

Það er merki um góðan rekstur þegar fyrirtæki skilar hagnaði og getur ávaxtað þá fjármuni sem eigendurnir hafa lagt því til. Arðgreiðslur eru eðlilegur þáttur í heilbrigðum atvinnurekstri og eiga ekki að vera feimnismál í opinberri umræðu.
Framhaldsaðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. samþykkti á dögunum að greiða hluthöfum arð upp á 1,1 milljarð króna. Heyra mátti fjölmiðlafólk og álitsgjafa súpa hveljur yfir því að arður væri greiddur út í sjávarútvegi á sama tíma og kvartað væri yfir veiðigjöldum. Gott ef ekki væri mátulegt að láta þessa andskota borga ríkinu enn meira fyrst þeir gætu „skammtað sér“ arð!
 
Hluthafarnir í Vinnslustöðinni (VSV) eru 260 talsins. Staðreyndir mála eru eftirfarandi:
 
- Sá sem á 100.000 króna eignarhlut að söluvirði í dag fær nú 6.300 krónur í arð. Af þeirri greiðslu tekur ríkið 20% í skatt.
 
 
- Frá árinu 2002 hefur samanlagður útgreiddur arður hluthafa VSV – og verðhækkun hlutabréfa í félaginu – verið jafn mikill og ef hluthafarnir hefðu keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs í stað þess að kaupa hluti í VSV.
 
Heimamenn í Vestmannaeyjum eiga 68% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Í þessum hópi eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn, fyrirtæki, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og margir fleiri.
 
Byggðarlagið í Vestmannaeyjum á mikið undir því að rekstur VSV sé traustur og arðsamur. Fyrirtækið greiddi alls 450 starfsmönnum laun núna í júlímánuði, þar af 330 í landi og 120 á sjó. Það segir sína sögu um umfang VSV.
 
Með hóflegum arðgreiðslum eru skilaboð send um að eigendur njóti vaxta af fjárfestingu sinni. Mörg okkar lögðu mikið undir þegar við keyptum VSV á sínum tíma. Við viljum standa í skilum gagnvart lánardrottnum VSV og okkar sjálfra. Arðinn höfum við notað til að greiða vexti og afborganir af lánum sem voru tekin til að tryggja eignarhald Eyjamanna á VSV í sessi.
 
Helsta ógnin sem steðjar að Vinnslustöðinni, líkt og öðrum fyrirtækjum í sjávarútvegi, stafar af stjórnvöldum og óhóflegum veiðigjöldum. Varnaðarorð, sem fyrrverandi ríkisstjórn lét sem vind um eyru þjóta, eru í fullu gildi. Þar var ekkert ofsagt.
Núverandi ríkisstjórn verður að vinda ofan af vitleysunni. Það getur ekki verið samfélaginu til hagsbóta að sliga fyrirtæki með ofurskattheimtu.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is