Ganga á Heimaklett í þágu Landsspítala

7.Ágúst'13 | 07:59

Heimaklettur

Söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á línuhraðli á Landsspítala hefur borist til Eyja með hádegisgöngu á Heimaklett. Til að vekja athygli á þessari söfnun, sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands hratt af stað fyrr á þesusu ári, hefur sr. Þorgrímur Daníelsson hafið göngu á 30 tinda í ágúst. Heimaklettur var sjálfkjörinn og óskar sr. Þorgrímur eftir fylgd og leiðsögn á Heimaklett. Gangan hefst kl. 12 miðvikudaginn 7. ágúst og ef vel gengur og tími vinnst til hefur hann hug á að ganga á Eldfell og Helgafell í framhaldi af göngunni á Heimaklett.
 
 
Sr. Þorgrímur er sóknarprestur á Grenjaðarstað í Aðaldal. Hann hyggst ganga alls á þrjátíu fjöll og/eða tinda í ágúst til að vekja athygli á Landspítalasöfnun þjóðkirkjunnar. Línuhraðallinn er mjög dýrt geislatæki
sem notað er við krabbameinslækningar á Landspítalanum. Þau tæki sem nú eru í notkun eru komin til ára sinna og bila oft. Með áskorun sinni við tindana vill Þorgrímur hvetja landsmenn til að leggja söfnuninni lið, söfnunarreikningur Þjóðkirkjunnar er 0301-26-050082, kt. 460169-6909.

Hægt verður að fylgjast með ferðum sr. Þorgríms á Facebook- síðunni “30 Tindar í ágúst”. Þorgrímur mun ganga á fjöll víða um land og hægt verður að slást í för með honum. Nánar um það á síðunni og þar má
einnig finna upplýsingar um hvernig fólk leggur sitt að mörkum við söfnunina.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.