RiB Safari segir sig frá útkallsskrá Björgunarfélags Vestmannaeyja

Tóku siðast þátt í björgunaraðgerð í Brandinum á fimmtudaginn

27.Júlí'13 | 10:16
Þar sem Samgöngustofa veitir tveimur hvalaskoðunarfyrirtækjum í Vestmannaeyjum og Húsavík ekki heimild til að fullnýta sæti í svonefndum Rib-bátum neita félögin eftirleiðis að taka þátt í björgunarútköllum. Ábyrgð er vísað á ráðherra.
 
„Svona vilja Siglingamálastofnun og innanríkisráðherra hafa þetta,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík, um þá ákvörðun fyrirtækisins og Rib-safari Vestmannaeyjum að hætta þátttöku í neyðarútköllum.
Rib-safari og Gentle Giants eiga svokallaða Rib-slöngubáta sem geta borið 24 farþega en hafa aðeins heimild Samgöngustofu (áður Siglingastofnunar) til að sigla með tólf farþega. Stofnunin segir bátana falla undir reglugerð um skemmtibáta. Öryggisins vegna sé ekki veitt heimild fyrir fleiri farþegum. Þetta sætta félögin sig ekki við og þykir einnig að sér þrengt með skilyrðum um notkun flotbúninga að vori og hausti.
 
Innanríkisráðuneytið lagði fyrir Samgöngustofu fyrir tveimur mánuðum að endurskoða ákvarðanir um fyrrgreind atriði. Í gær sagðist stofnunin „leggjast sterklega gegn“ því að rýmka farþegaheimildina og vísar ráðuneytið til þess.
 
Stefán Guðmundsson segir þolinmæðina á þrotum. Félögin tapi gríðarlegum fjármunum með því að geta ekki fyllt bátana. Hann bendir á að þau ráði yfir öflugustu sjóbjörgunartækjum á Norðurlandi og við Vestmannaeyjar. Bátarnir hafi oft sinnt neyðarútköllum á sjó, nú síðast í tvígang við Vestmannaeyjar í fyrradag. Þetta sé sett í forgang og gert án nokkurs endurgjalds.
 
„En ef við lendum í neyðarútkalli erum við ekki tryggðir eða með leyfi fyrir því að taka fleiri en 12 farþega í báta sem geta tekið 24 farþega. Við verstu aðstæður þyrftum við að velja þá 12 sem við megum taka um borð,“ segir Stefán. „Við treystum okkur ekki til þess að axla þá ábyrgð; hvorki að velja þá tólf sem tæknilega „má“ bjarga né þá ábyrgð að vera með restina ótryggða.“
 
Stefán segir að vegna þessa hafi fyrirtækin ákveðið að hætta við þátttöku í neyðarútköllum. „Við vísum ábyrgðinni beint á ráðherrann sem er ekki að vinna vinnuna sína í þessu máli,“ segir Stefán og á þar við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Ekki náðist í Hönnu Birnu í gær.
 
Nánar má lesa um málið á visir.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).