Úgandska þjóðhetjan í Eyjum

Gaf kú í verðlaun á fótboltamóti í Úganda

22.Júní'13 | 09:26
Tonny Mawejje, Úgandamaðurinn í liði ÍBV, er þekkt nafn í íslenskri knattspyrnu enda á sínu fimmta tímabili hér á landi. Þessi 26 ára öflugi miðvallarleikmaður er þekktur af góðu einu í Vestmannaeyjum og lofaður af liðsfélögum sínum og þjálfurum sem einstakt ljúfmenni.
„Mér fannst allt of kalt á Íslandi þegar ég kom hingað fyrst,“ rifjar hann upp þegar Fréttablaðið hitti á hann í vikunni. Þá var hann staddur í höfuðstaðnum fyrir leik gegn Val í Pepsi-deildinni. Hann skoraði í 1-1 jafntefli og það var viðeigandi því það var hans 100. leikur í deildar- og bikarkeppni fyrir ÍBV.
 
„En ég vandist því og kann vel við íslenskt veðurfar í dag. Ég þarf svo að venjast hitanum þegar ég kem aftur heim. Það tekur yfirleitt um viku fyrir líkamann að aðlagast honum.“
 
Hetja með landsliðinu
Tonny er einmitt nýkominn aftur til landsins eftir ferð til Úganda, sem er í austurhluta Afríku, vegna tveggja landsleikja í undankeppni HM 2014. Úgandamenn þurftu að vinna þá báða til að eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni HM 2014. Okkar maður gerði sér lítið fyrir og skoraði sigurmark beggja leikja.
 
„Það var virkilega góð tilfinning að skora sigurmark fyrir framan 45 þúsund manns,“ segir hann brosandi en fótbolti er vinsælasta íþrótt Úganda, þjóðar með 36 milljónir íbúa.
 
„Þetta voru jafnir leikir og ég er mjög þakklátur fyrir sigrana. Nú eigum við úrslitaleik gegn Senegal í september um sigur í riðlinum. Þetta er útileikur en það góða er að hann fer fram á hlutlausum velli, vegna óláta stuðningsmanna Senegal í síðasta leik.“
 
Úganda hefur aldrei komist í lokakeppni HM og ef liðið vinnur Senegal kemst það í umspilsrimmu um farseðilinn til Brasilíu. Tonny er einn fárra leikmanna landsliðsins sem spila utan heimalandsins og yrði það magnað afrek ef liðinu tækist að fara alla leið.
 
Nánar í Fréttablaðinu í dag

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...