Stemning og kraftur í Eyjamönnum

segir Magnús Gylfason

18.Júní'13 | 12:21
Magnús Gylfason, þjálfari Vals, mun í kvöld mæta sínum gömlu félögum í ÍBV en liðin eigast við í Pepsi-deildinni klukkan 18:00.
 
,,Það eru komnir einhverjir nýir menn síðan í fyrra en ég þekki ÍBV ágætlega," sagði Magnús við Fótbolta.net í dag.
,,Ég sé að það er stemning og kraftur í Eyjamönnum og þeir eru alltaf erfiðir. Ég hlakka til að mæta þeim í kvöld. Eins og fyrir alla leiki er mikill spenningur og hugur í mönnum en síðan verður að koma í ljós hvernig gengur."
 
Valsmenn eru fyrir leikinn fimm stigum á eftir toppliði KR og tveimur stigum á eftir FH og Stjörnunni. Hlíðarendapiltar þurfa því sigur í kvöld til að halda sér í toppbaráttunni.
 
,,Hver einasti leikur er mikilvægur til að skilja ekki að, sérstaklega þegar efstu liðin eru að vinna alla leiki. Við förum hóflega bjartsýnir í þennan leik eins og alla aðra. Við teljum okkur vera með ágætis lið og eiga góðan séns. Við erum á heimavelli og ætlum að gera okkar besta til að vinna."
 
James Hurst er ekki með Val í kvöld þar sem hann tekur út leikbann en Jónas Þór Næs er hins vegar klár í slaginn eftir meiðsli. ,,Jónas er klár og það er frábært að fá hann aftur inn, sérstaklega á þessum tímapunkti þegar Hurst er í banni."
 
Fyrir leik í kvöld verður minningarathöfn um Hermann Gunnarsson. ,,Hans verður minnst í kvöld og það er frábært að sýna honum þá virðingu sem hann á skilið," sagði Magnús að lokum.
 
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).