Eitt stærsta golfmót sumarsins á morgun

Fimm ára afmæli Ufsaskalla Invitational

14.Júní'13 | 09:41

ufsi

Á morgun fer fram eitt stærsta golfmót sumarsins en þá fer fram í fimmta skiptið hið glæsilega golfmót Ufsaskalli Invitational. Mótið er í eigu Valtýr Auðbergssonar en í móttstjórn með honum eru þeir Kiddi Gogga og Maggi Skó.
Mótið er eitt það glæsilegasta sem haldið er í eyjum ár hvert og er slegist um hvert pláss í mótinu. Síðustu ár hafa keppendur safnað til góðgerðarmála í leiðinni og hafa mótshaldara m.a. gefið heitan pott á sambýlið. Samtals eru 48 kylfingar sem taka þátt í mótinu í ár en með aðstoðarmönnum og starfsmönnum mótsstjórnar verða þáttakendur yfir 60 talsins. Margir af bestu kylfingum eyjanna keppa á mótinu um helgina ásamt minni spámönnum í íþróttinni.

Samkvæmt heimildum eyjar.net verður mótið enn glæsilegra í ár enda fimm ára afmæli mótsins. Þegar að eyjar.net höfðu samband við móttstjórn til að fá upplýsingar um mótið var lítið gefið upp enda hvílir mikil leynd yfir framkvæmd mótsins.
 
Herminator Invitation golfmótið fer einnig fram um helgina en er það haldið að þessu sinni á Akranesi.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).