Ósk um niðurfellingu á reikningi fyrir sorphirðugjöld vegna hreinsunar eftir þjóðhátíð 2012

13.Júní'13 | 08:26

Þjóðhátíð tjöldun

Fyrir fundi bæjarráðs í gær lá fyrir bréf þar sem óskað var um niðurfellingu á reikningi vegna sorphirðugjalda vegna hreinsunar eftir síðustu þjóðhátíð. Fyrirliggjandi reikningur er tilkominn vegna þjónustu sem Gámafélag Íslands veitti í tengslum við Þjóðhátíð 2012. Vestmannaeyjabær hefur lagt út fyrir reikningnum.
 
Á vegum ÍBV er nú starfandi starfshópur sem vinnur að fjárhagslegri endurskipulagningu ÍBV íþróttafélags. Vestmannaeyjabær hefur lýst vilja sýnum til þess að styðja við bak þess ferlis enda starfsemi félagsins Vestmannaeyjabæ og íbúum afar mikilvæg.
Vestmannaeyjabær mun hinsvegar ekki hafa sértæka fjárhagslega aðkomu að félaginu nema að fyrir lliggi lausn á rekstrar- og skuldavanda þess til lengri tíma.
Ósk um niðurfellingu á reikningi fyrir sorphirðu er því vísað til þeirrar vinnu sem þegar er hafin við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.
 
Bæjarráð býður hinsvegar félaginu upp á greiðslustöðvun hvað þennan reikning varða.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).