Drög að dagskrá Goslokahátíðar 2013

8.Júní'13 | 08:34

goslok

Nú liggja fyrir drög að dagskrá goslokahátíðar 2013. Nánari opnunartímar sýninga verða auglýstir síðar. Þeir sem vilja koma á framfæri viðbót, ábendingum eða athugasemdum í dagskrá helgarinnar eru beðnir um að koma þeim á framfæri við fulltrúa goslokanefndar, Kristínu Jóhannsdóttur í síma 488-2000 eða á netfangið [email protected]
GOSLOKAHÁTÍÐIN 4-7. JÚLÍ 2013
 
 
Fólk er hvatt til að skreyta hús sín og er litaskipting hverfa lögð af og fólki í sjálfvald sett að skreyta hús sín og götur að vild.
 
Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið.
 
 
Vekjum athygli á goslokabingóinu en dregið verður úr þeim bingóspjöldum sem skilað er inn að helginni lokinni og er skilafrestur til miðvikudagsins 10. júlí 2013. Veglegir vinningar eru í boði og verða nöfn vinningshafa birt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar og í Eyjafréttum.
 
 
 
 
Miðvikudagur
 
Bæjarleikhús
Kl. 21.00
 
Tónleikar «Lög unga fólksins» Ungt söngfólk flytur vinsæla slagara fá árum pabba og mömmu, afa og ömmu. Stjórnandi Birkir Þór Högnason. Aðgangseyrir 1.500 kr.
 
 
 
Fimmtudagur
 
Eymundsson
Kl. 14-18.00
 
Spákonan Sunna Árnadóttir spáir í bolla og spil fyrir gesti og gangandi gegn vægu gosgjaldi.
 
 
 
Nýja Hraun/Gufugil
 
Kl. 14.30
 
„Að virkja óvininn“
 
Upplýsingaspjöld um hraunhitaveituna afhjúpuð í Gufugili, þar sem fyrsta virkjunin var byggð.
 
 
 
Miðstöðin, efri hæð
 
Kl. 15.00
 
Ljósmyndasýning – Heiðar Egils, Konný Guðjóns, Sísí Högna, Diddi Sig., Óskar Pétur, Ómar Eðvalds.
 
 
 
Frímúrarahúsið
 
Kl. 16.00
 
Hulda Hákon opnar sýningu á verkum sínum.
 
Margo Renner sýnir glerlistaverk og skartgripi.
 
Kiwanis
 
Kl. 17.00
 
«40 ár og 40 myndir» málverkasýning Bjartmars Guðlaugssonar
 
Með á sýningunni úrval verka eftir Ragnheiði Georgsdóttur
 
 
 
Við Eldheima
 
Kl. 18.00
 
Ganga upp að gíg eldfells með Svabba Steingríms. og Óskari Svavars.
 
 
 
Akóges
 
Kl. 18.00
 
Opnun myndlistarsýningar Bjarteyjar Gylfadóttur bæjarlistamanns Vestmannaeyja árið 2013
 
 
 
Heiðarvegur 9/ Hús taflfélagsins
 
Kl. 20.00
 
Eldgosið 1973 og 40 árum síðar. Sigurfinnur Sigurfinnsson opnar myndlistasýningu í húsi Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 20.00
 
Sýning á nýrri heimildarmynd, «Útlendingur heima- uppgjör við eldgos» í bæjarleikhúsinu.
 
 
 
Vinaminni
 
Kl. 21.00
 
Morð og músík. Spennusögur og tónlist blandað saman. Rithöfundarnir Árni Þórarinsson og Yrsa Sigurðardóttir lesa úr verkum sínum.
 
 
 
Höllin
 
Kl. 21.00 (húsið opnar kl. 20.00)
 
Eyjakvöld Blítt og létt hópurinn og Bjartmar og Bergrisarnir, aðgangseyrir kr. 1.973.-
 
 
 
Volcano Café
 
Tónleikar með Kalla kántrýsöngvara.
 
 
 
 
 
Föstudagur
 
 
 
Ráðhús Vestmannaeyja
 
Kl. 9.00
 
Fánar goslokahátíðar dregnir að húni
 
 
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
 
Kl. 10.00
 
Volcano open – ræst út kl. 10.00 og kl. 17.00
 
 
 
Við Krossinn á Nýja Hrauni
 
Kl. 12.00
 
"HEIT LEIK-FIMI í 40 ár"
 
Saga Leikfimi og líkamsræktar Eyjafólks í 40 ár og HotYoga sýning á sameiginlegri hönnun Eyjastelpnanna Selmu Ragnarsdóttur klæðskera og kjólameistara og Jóhönnu Karlsdóttur Hot yogakennara. Fólk hvatt til að koma fótgangandi. Ef veður verður óhentugt mun sýningin færast til kl. 14:00 á laugardeginum.
 
 
 
Eymundsson
 
Kl. 12.00
 
Siggi á Háeyri les upp úr nýútkominni bók sinni, Undir hrauninu.
 
 
 
Baldurskró
 
Kl. 13.00
 
Opnun myndlistasýningar Ásmundar Friðrikssonar í Baldurskró. Athöfn vegna útgáfu bókar Ásmundar: ,,Ási Grási í Grænuhlíð, Eyjapeyi í veröld sem var”. Afrakstur myndasöfnunar Kiwanisklúbbsins Eldfells sýndur, «Eldgosið á Heimaey 1973».
 
 
 
Básar
 
Kl. 13.00
 
Opnun myndlistarsýningar Aldísar Gunnarsdóttur, “private view”.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 13.30
 
Sýning á heimildarmyndinni, «Útlendingur heima- uppgjör við eldgos».
 
 
 
Vigtarhús
 
Kl. 14.00
 
Kynning á Eldheimum. Margrét Kristín Gunnarsdóttir arkitekt hússins, Lilja Kristín Ólafsdóttir landslagsarkitekt og Axel Hallkell Jóhannesson sýningarhönnuður kynna Eldheima í máli og með myndum og módeli.
 
 
 
Stakkagerðistún
 
Kl. 15.00
 
Formleg setningarathöfn goslokahátíðarinnar 2013
 
- ávarp Elliða Vignissonar bæjarstjóra
 
- ávarp Illuga Gunnarssonar mennta –og menningarmálaráðherra Íslands
 
- flutningur goslokalagsins «Leiðin heim» – Bjartmar Guðlaugsson
 
- tónlist og stuttar frásagnir frá gostímanum, Eyþór Ingi, «valdir Eyjamenn» og fl.
 
- sérstakur gestur norski söngvarinn Julius Winger
 
 
 
Kl. 16.00
 
Krakkafjör á vegum Hvítasunnukirkjunnar. Sápubolti og fleira skemmtilegt.
 
 
 
Kl. 18.00
 
Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Stakkagerðistúni. Aðgangseyrir.
 
 
 
Safnahús
 
Kl. 16.30
 
Móttaka og opnun sýningar á vegum Norska sendiráðsins. Sýningin rifjar upp Noregsferð barna og unglinga frá Vestmannaeyjum í boði norska rauða krossins sumarið 1973.
 
Sérstakur gestur á sýningunni verður norski fréttamaðurinn Gjeir Helljesen.
 
 
 
Skansinn
 
Kl. 17.00
 
Hafnarganga – bryggjurölt - í tilefni 100 ára afmælis Vestmannaeyjahafnar. Gengið með leiðsögumanni frá Skansinum um bryggjurnar, inn í Friðarhöfn og til baka að Skipasandi, nýju geymslusvæði smábáta og staldrað við á nokkrum stöðum.
 
 
 
Net – Hlíðarvegi
 
Kl. 18.00
 
«Eld-rautt» Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir sýnir kjólaskúlptúra og textílverk. Fatahönnun Ástu, sem á ættir sínar að rekja til Eyja hefur notið mikilla vinsælda um árabil.
 
 
 
Skipasandur
 
Kl. 18.15
 
Upplýsingaskilti um gömlu slippana afhjúpað á Skipasandi.
 
 
 
Hafnarhúsið við Básaskersbryggju
 
Kl. 18.30
 
Myndasýning í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti sérstök lög um Vestmannaeyjahöfn.
 
 
 
Bæjarleikhúsið
 
Kl. 18.30
 
Sýning á heimildarmyndinni, «Útlendingur heima- uppgjör við eldgos».
 
 
 
Höllin
 
Kl. 19.30
 
Goslokahlaðborð Einsa Kalda í Höllinni. Borðapantanir í síma 698-2572.
 
 
 
Kaffi Kró
 
Kl. 20.00-22.00
 
Unglingatónleikar. Úrval ungra og efnilegra tónlistarmanna.
 
 
 
Íþróttahús
 
Kl. 20.30
 
Tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Fjallabræðra. Miðaverð 3.900 kr. Forsala á Kletti.
 
 
 
Vinaminni
 
Kl. 21.00
 
Davíð, Siggi, Árný og valdir hippar taka lagið.
 
 
 
Kaffi Varmó
 
Kl. 22.30 – 03.00
 
Glaðbeittir Selfyssingar skemmta Eyjamönnum með spili og söng.
 
 
 
Kaffi kró
 
Kl. 23.30
 
Hið árlega Hlöðuball. Kapteinn Morgan og gestir leika fyrir dansi.
 
 
 
Eldfell
 
Kl. 00.00
 
,,Logar í austri” - bæjarbúar hvattir til að líta að Eldfelli.
 
 
 
Opið á veitingastöðum bæjarins
 
 
 
Laugardagur
 
 
 
Golfklúbbur Vestmannaeyja
 
Kl. 8.00
 
Volcano Open, ræst út kl. 8.00 og 13.30. Keppendur mæti í skála klukkustund fyrir ræsingu.
 
 
 
Akóges
 
Kl. 11.00
 
Myndasýning af íbúum og húsum Kirkjubæjarbrautar fyrir gos í umsjón Ingu Dóru Þorsteinsdóttur og Gylfa Sigfússonar.
 
 
 
Nausthamarsbryggja
 
Kl. 11-13.00
 
Bryggjuveiðimót Sjóve fyrir börn á öllum aldri. Allir þátttakendur fá glaðning og þátttökuverðlaun.
 
 
 
Íþróttamiðstöð
 
Kl. 11.30
 
Vestmannaeyjahlaupið. Þrjár vegalengdir í boði. 5, 10 og 21 km. Sameiginleg upphitun hefst kl. 11.30 og öll hlaup eru ræst af stað kl. 12.00. Þátttökuskráning er hafin á hlaup.is. Vægt þátttökugjald.
 
 
 
„Slökkvilið Vestmannaeyja 100 ára“
 
Kl. 11.00 – 16.00
 
Í tilefni 100 ára afmælis Slökkviliðs Vestmanneyja, verður slökkvistöðin opin. Saga slökkviliðsins sýnd ásamt tækjum og tólum. Grillaðar pulsur og fleira meðlæti milli kl. 12:00-13:00.
 
 
 
Baldurskró
 
Kl. 12.00
 
Sögur af Vestmannabrautinni, Ásmundur Friðriksson, Ragnar Jónsson frá Látrum og Þór. Í. Vilhjálmsson frá Burstafelli fjalla um sögu götunnar í máli og myndum.
 
 
 
Friðarhafnarskýlið
 
Kl. 12.00
 
Ganga á Heimaklett í umsjá Bibba og Björgó, spurningakeppni á toppnum.
 
 
 
Skansinn
 
Kl. 12.00- 16.00
 
„Vatnsveita Vestmannaeyja 45 ára“
 
Sögusýning í dæluhúsinu Skansi - Saga vatnsleiðslunnar í Veituhúsinu á Skansinum.
 
 
 
Alþýðuhúsið
 
Kl. 13.00- 18.30
 
Húsin í Hrauninu
 
Aðilar sem bjuggu við eftirfarandi götur sem fóru undir hraun verða með sögustund í máli og myndum.
 
13.00 Urðavegur
 
15.00 Landagata
 
17.00 Grænahlíð
 
 
 
Bárustígur
 
Kl. 14 – 16.00
 
Sparisjóðsdagurinn. Hefðbundin fjölskylduhátíð, tónlist, leikir, grill, andlitsmálning ofl.
 
 
 
Stakkagerðistún
 
Kl. 16.00
 
Barnaskemmtun á Stakkagerðistúni.
 
- Einar Mikael töframaður mætir í hörkustuði og framkvæmir ótrúlegar sjónhverfingar
 
- Upplestur úr nýútkominni barnabók Lóu Baldvinsdóttur um gosið
 
- Latibær, íþróttaálfurinn og Solla Stirða mæta á svæðið
 
- vítaspyrnukeppni knattspyrnudeildar ÍBV.
 
 
 
Skipasandur
 
Kl. 21-23.00
 
Unglinga- og barnakvöldskemmtun í Coca Cola tjaldinu
 
– Töframaðurinn Einar Mikael heldur áfram með ótrúlegustu brögðin sín.
 
– Leikfélag Vestmannaeyja stígur á stokk með tónlistaratriði.
 
– Karnivalsstemmning með leikfélaginu.
 
– Sundfélag með poppsölu og Fimleikafélagið með flossölu
 
– “Holy moly” Vinsælasta atriði söngvakeppni framhaldsskólanna
 
– Hljómsveitin Vangaveltur leikur.
 
 
 
Kl. 23.30
 
Stuð í Pippkrónni, í nýjum króm og Coca Cola tjaldinu á Skipasandi fram eftir nóttu (Obbósí, Brimnes, Dans á Rósum, Eymenn, Lalli og Sigurrós, Bjartmar, Árni Johnsen og ýmsir gestir).
 
 
 
Sunnudagur
 
 
 
Landakirkja
 
Kl. 11.00
 
Samkirkjuleg messa – gengið að Stafkirkju, súpa og brauð á eftir.
 
 
 
Íþróttamiðstöð
 
Kl. 13-16.00
 
Goslokamótið í Laser Tag í íþróttamiðstöðinni fyrir 12-18 ára. Liðakeppni (5 í liði), þátttökuskráning hjá Tryggva Hjaltasyni ([email protected]) þar þarf að koma fram liðsnafn og nöfn liðsmanna fyrir 4.júlí. Þátttakendur mæta á eigin ábyrgð.
 
 
 
Skansinn
 
Kl. 16.00
 
Kveðjuhóf goslokahátíðarinnar á Skanssvæðinu
 
- Ungir og efnilegir klassískir söngvarar flytja vel valin lög
 
Silja Elsabet, Alexander Jarl, Guðmundur Davíðsson ofl.
 
- verðlaunaafhending fyrir best skreytta húsið
 
- Ávarp formanns goslokanefndar, hátíðinni slitið
 
 
 
Bæjarleikhús
 
Kl. 18.00
 
"ART-TALK" "The weird girls project".
 
Hluti af verkum listakonunnar Kitty von-Sometime verða sýnd og Margrét Erla Maack fjölmiðlakona spjallar við hana um verkin og fyrirhugaðar tökur í nýju vídeóverki í Eyjum.
 
 
 
Alþýðuhúsið
 
Kl. 21.00
 
Tónleikar Gísla Helgasonar og Bítladrengjanna, í blíðu og stríðu. Aðgangseyrir 2.000 kr.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).