Framkvæmdir við Eldheima ganga vel

7.Júní'13 | 08:11
Framkvæmdir við Eldheima eru sem fyrr í fullum gangi. Að loknum jarðvegsframkvæmdum og uppsteypu er byrjað að reisa stálgrind hússins og fljótlega verður farið að klæða veggi og þak. Áætlað er að 10-15 manns vinni við verkefnið í sumar og eru Gummi og hans menn hjá Steina og Olla ehf. nokkuð brattir þó að veðrið hafi ekki verið þeim hliðhollt á vormánuðum.
Fyrirhugað er að grafa upp og byggja yfir rústir af Gerðisbraut 10 sem síðan verður þungamiðja þeirrar sýningar sem safnið hýsir. Sýningunni sem slíkri er ætlað að gefa sýningargestum kost á að upplifa gosið og sögu þess. Hún á að vera einföld og í hana verður nánast eingöngu notað náttúrulegt og látlaust efni. Byggingin verður á tveimur hæðum. Alls verður húsið um 1161 m2 sem lætur nærri að vera eins og gamli salurinn í íþróttamiðstöðinni. Grunnflötur neðri hæðar er umtalsvert stærri en efri hæðar enda efrihæðin upphengd yfir hluta af neðri hæðinni. Ekki þarf að efast um að Eldheimar eiga eftir að verða gríðarlegt aðdráttarafl fyrir ferðamenn um leið og þeim er ætlað að styðja við hið fjölbreytta mannlíf og menningu í Vestmannaeyjum.
 
Arkitekt að húsinu er Margrét Kristín Gunnarsdóttir, landlagsarkitekt er Lilja Kristín Ólafsdóttir og sýningarhönnuður er Axel Hallkell Jóhannesson.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).