Helmut Hafþór Halldórsson kjörinn Kanzlari VKB

Helga forseta steypt af stóli

5.Júní'13 | 09:18
Vinir Ketils Bónda er bræðrafélag sem hefur verið starfandi allt frá árinu 1998. Fátt er vitað um starfsemi félagsins annað en starfsemi þess í kringum Þjóðhátíðina og blysför þeirra á Helgafellinu um hver áramót.
Samkvæmt heimildum eyjar.net þá er VKB ekki einungis bræðrafélag heldur líka hagsmunarsamtök fallegra og vel vaxinna karlmanna. Og hefur félagið nokkrum sinnum gripið til aðgerða þegar að kvennþjóðin hefur þótt ganga of langt inn á valdsvið karlmanna.
Aðalfundur Vina Ketils Bónda fór fram um síðustu helgi og gerðust sögulegir atburðir á þeim fundi. Helgi forseti Ólafsson hefur verið í forsvari fyrir VKB allt frá stofnun og hefur nafnið forseti setið fast á Helga frá því að hann tók við embætti forseta VKB á fyrsta aðalfundi þeirra. Nú berast þau tíðindi út á meðal manna að Hafþór Halldórsson hafi boðið sig fram gegn Helga forseta á síðasta aðalfundi.

Eftir leynilega kosningu aðalfundarins þá var Hafþór kjörinn nýr forseti VKB og tekur hann við embættinu af Helga forseta. Hafþór hefur svo ákveðið í framhaldi sigursins yfir Helga forseta að leggja niður embætti forseta VKB og þess í stað taka upp embætt Kanzlara VKB. Jafnframt hefur Hafþór ákveðið að skipta um nafn og verður hann framvegis kallaður Helmut Hafþór Halldórsson Kanzlari VKB.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.