Helmut Hafþór Halldórsson kjörinn Kanzlari VKB

Helga forseta steypt af stóli

5.Júní'13 | 09:18
Vinir Ketils Bónda er bræðrafélag sem hefur verið starfandi allt frá árinu 1998. Fátt er vitað um starfsemi félagsins annað en starfsemi þess í kringum Þjóðhátíðina og blysför þeirra á Helgafellinu um hver áramót.
Samkvæmt heimildum eyjar.net þá er VKB ekki einungis bræðrafélag heldur líka hagsmunarsamtök fallegra og vel vaxinna karlmanna. Og hefur félagið nokkrum sinnum gripið til aðgerða þegar að kvennþjóðin hefur þótt ganga of langt inn á valdsvið karlmanna.
Aðalfundur Vina Ketils Bónda fór fram um síðustu helgi og gerðust sögulegir atburðir á þeim fundi. Helgi forseti Ólafsson hefur verið í forsvari fyrir VKB allt frá stofnun og hefur nafnið forseti setið fast á Helga frá því að hann tók við embætti forseta VKB á fyrsta aðalfundi þeirra. Nú berast þau tíðindi út á meðal manna að Hafþór Halldórsson hafi boðið sig fram gegn Helga forseta á síðasta aðalfundi.

Eftir leynilega kosningu aðalfundarins þá var Hafþór kjörinn nýr forseti VKB og tekur hann við embættinu af Helga forseta. Hafþór hefur svo ákveðið í framhaldi sigursins yfir Helga forseta að leggja niður embætti forseta VKB og þess í stað taka upp embætt Kanzlara VKB. Jafnframt hefur Hafþór ákveðið að skipta um nafn og verður hann framvegis kallaður Helmut Hafþór Halldórsson Kanzlari VKB.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).